Andvari - 01.01.2007, Side 89
andvari
JÓNAS OG JENA
87
tímalaust efni: sekt og sakleysi, glæp og refsingu. Hvar byrja hlutirnir að
fara úr skorðum og hver ber ábyrgðina? Hver er sannleikurinn um líf þessara
persóna? Þær þrá að lifa farsælar í friði og ró. Slíkt hlutskipti stendur þeim
hins vegar ekki til boða, eins og saga Bertu gefur til kynna. Þrátt fyrir sára
reynslu í foreldrahúsum, helst hún ekki við í skóginum, þangað sem enginn
maður villist og ekkert dýr lætur sjá sig. „Maðurinn væri að líkindum nógu
farsæll, ef hann gæti lifað óséður allt til endadags“, stendur í ævintýrinu.46
Það er engin furða að persónurnar þrá að segja vini sögu sína. En meira að
segja í vináttunni - og kannski helst þar - er teflt á tvær hættur:
Svo er varið á stundum, að maðurinn kann ekki við að dylja neitt fyrir vini sínum, þó
hann hafi áður gert það vandlega; þá getur sálin ekki stillt sig um að gefa sig alla í ljós
og opna sín innstu fylgsni, svo hann verði því meiri vinur vor. I þessum kringumstæðum
blíðkast sálirnar og kynnast hvur við aðra, og stundum ber það líka við, að annar fælist
fyrir hins viðkynningu.47
Höfuð hneigt í djúpið
Því hefur verið haldið fram að ævintýri Tiecks sé fádæma frumleg tilraun
tim hið óhöndlanlega vald sem drottnar yfir lífi persóna, og að honum takist
að leiða saman erfðasyndina og hlutverkið sem örlögunum var ætlað í grísku
harmleikjunum.48 Slík er fegurð og víðátta rómantíkur. Það er því ekki nóg að
tala um hversu frábrugðin rómantíkin í Eggerti Glóa sé hinni svokölluðu hag-
nýtu rómantík sem Fjölnismenn eru sagðir hafa boðað á íslandi. Víðáttur skáld-
skapar og fegurðar ríma einnig betur við víðáttu mannlegrar tilvistar en kerfis-
reikninga síðari tíma hugvísinda. Það er ekki einu sinni nóg að segja „Hér sé
Oðinn!“. Gera verður ráð fyrir fleirum en guði skáldskapar, galdurs, visku og
dauða, líkt og guðir og gyðjur keppist um athygli manns. Afródíta gerir sig
heimakomna og Eros getur ekki verið langt undan 49 Eins og Grikkirnir vissu
°g Jónas skynjaði er guð ástarinnar fæddur til að fylgja og þjóna gyðju feg-
Urðar. „Hélt ég þér á hesti/ í hörðum straumi" stendur í frægu kvæði.
»I hvert sinn sem einhver skrifar eitthvað og gefur veröldinni, eru allir
frjálsir að gera það við skrifin sem þeim sýnist. Þannig á það að vera. Og ég
hef ekkert við það að athuga“, sagði heimspekingurinn Hannah Arendt á öld-
lnni sem leið. Og einnig: „Eftir að hugsun manns er flogin af stað er til lítils
að reyna að hafa áhrif á hvar hún lendir. Maður ætti frekar að leitast við að
ðraga lærdóm af viðbrögðum annarra.“50
Jónas Hallgrímsson varð ekki langlífur. En hann lifði nógu lengi til að
óðlast ómælda reynslu af viðbrögðum lesenda. Hér verður ekki fjölyrt um
herdóminn sem Jónas kann að hafa dregið af þeim. Hitt má vera ljóst að
Sjafir hans féllu ekki öllum í geð, líkt og hann sannaði með lífi sínu og