Andvari - 01.01.2007, Page 94
92
PÁLL BJARNASON
ANDVARI
og landsmálum á þeim tíma. Svörin eru harla skringileg, en gestir trúa öllu
sem hann segir og finnst mikið til um svör hans. Salomon talar spaugilegan
blending af dönsku og þýsku sem heimafólk í Korsör skilur sjálfsagt ekki of
vel þó að það megi ekki viðurkenna.
Spurningar heimamanna eru ekki allar út í loftið, þeir hafa óljósar fréttir úr
umheiminum og þá þyrstir í að heyra álit barónsins. Einn spyr um meðferð
Tyrkja á janitsjörum, en svo nefndust sveinbörn sem Tyrkir rændu af kristn-
um hernumdum þjóðum, ólu upp í íslömskum sið og kenndu hermennskulist.
Tyrkjum stóð síðar stuggur af vaxandi veldi janitsjara og tóku að drepa þá
í stórum stíl. Evrópuþjóðir höfðu óbeit á gerðum Tyrkja, en svo er að skilja
að Salomon láti sér vel líka og veislugestir hrífast af snilldarsvörum hans:
„Prægtig han svarte.“
Salomon er spurður um bandalag Frakkakonungs við Jesúíta sem hann
svarar út í hött og einn vill heyra álit hans á „Demagoger“ (pólitískum lýð-
skrumurum) sem Salomon virðist álíta að sé skordýrategund. Jörgen hatta-
gerðarmaður hefur áhyggjur af vél sem ku hafa verið fundin upp og geti
búið til tíu þúsund hatta á 15 mínútum. Það finnst Salomon ekki mikið því
að vísindamaður hefur fundið út hvernig hægt er að búa til höfuð fyrir hvern
hatt á stuttri stund. Loks eru bornar undir hann hugmyndir um að setja upp
gasljós í Kaupmannahöfn og Salomon líst ekkert á það, óttast að ofbirtan
yrði skaðleg, og í leikhúsum vill hann ekki svo sterk ljós því að þau myndu
afhjúpa ofmikið.
Drykkjuvísan er í heild sinni á þessa leið: 2
Salomon:
Ja, ved en Bolle Punch man kan
Gar herlig discurriren.
Und har man nok so lidt Ferstand,
Kan man politiciren.
Chor:
Leve Discurser,
Courser og Concurser!
Leve Politiken
Og Drikken!
Brandt:
Har herr Baronen h0rt det alt,
Hvad man i dag erfarer,
At Tyrken bruger streng Gevalt
Mod sine Janitscharer?