Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 102

Andvari - 01.01.2007, Page 102
100 HJALTI HUGASON ANDVARI Líta má svo á að hinar „stóru ævisögur" og raunar ævisögur almennt séu hluti af rótgróinni íslenskri menningarhefð, nútímaleg mynd þeirrar „mann- fræði“ sem hér var stunduð til forna. Hún á rætur að rekja allt aftur til persónusagna Landnámu en hefur tekið á sig aðskiljanlegar myndir fram til dagsins í dag. Löngum réðst valið á sögupersónum af stétt þeirra og stöðu eins og í biskupasögum, presta- og sýslumannaævum svo nokkuð sé nefnt. Nú eru sögupersónur í ríkari mæli valdar út frá eigin ágæti, hæfileikum eða sérstæðu lífshlaupi. Víða leynast þó tengingar milli hinna „stóru ævisagna“ nútímans og eldri hefða. Ólafía Jóhannsdóttir var t.d. kona sem seint hefði komið til álita sem viðfangsefni í ævisögu meðan áhersla lá á að varðveita minningu embættismanna og annarra mikilmenna mælt á kvarða stéttasam- félagsins. Ferill hennar var hins vegar slíkur að fyrr á tíð hefði mátt rita um hana í heilagra manna sögum. Hér að framan er ekki reynt að telja upp allar þær ævisögur sem flokka má sem „stórar“ út frá þeim viðmiðunum sem lagðar voru til grundvallar og út hafa komið frá 1991 til skrifandi stundar. Athygli vekur að á einum og hálfum áratug höfum við eignast sögur fjórtán mikilhæfra einstaklinga þó ekki sé ráðist í lengri upptalningu en hér var gert. Um suma voru þegar til viðamiklar ævisögur og um aðra veruleg ævisöguleg skrif. Samt er það ugglaust svo að í því sérstaka bókaflóði sem hér hefur verið lýst hefur líka verið komið í veg fyrir að einstaklingar féllu í gleymsku. Það á t.d. við um Björgu, huldukonuna að baki orðabókar Blöndals. Hún hefði væntanlega aldrei gleymst með öllu en hefði e.t.v. hreppt þau örlög að verða andlitslaus einstaklingur með titilinn fyrsti kvendoktorinn.1 Bók Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur er það að þakka að minning Bjargar er varðveitt til nýrra kynslóða og hún verður án efa fleir- um að rannsóknarefni í framtíðinni. í þessari grein verður fjallað um ýmsa eðlisþætti ævisöguritunar. Verður sérstaklega staldrað við eina af fyrrtöldum sögum eða ævisögu sr. Matthíasar Jochumssonar eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Þessi saga er meðal þeirra nýjustu en 2006 komu þó út ekki færri en þrjár „stórar ævisögur“. Þá höfðar hún á sérstakan hátt til höfundar þessarar greinar. Hann ólst upp í næsta húsi við Sigurhæðir og sá út um herbergisglugga sinn bæði hús skáldsins og kirkj- una sem oft er kennd við hann. Sú nálægð vakti snemma áhuga og forvitni um manninn sem gerði þetta hús svo dularfullt og magnað í barnshuganum. Sr. Matthías var líka umdeildur guðfræðingur og prestur. Það olli því að for- vitni höfundar sem hafnaði í sömu stétt dvínaði ekki með aldrinum. Upp á Sigurhæðir var því kærkomin lesning. Ekki ber að skoða eftirfarandi grein sem dóm um bók Þórunnar. Hér verða aðeins settar fram nokkrar hugleið- ingar sem byggðar eru á henni. Þess skal þó getið að verk hennar hlýtur að teljast næsta tímabært. Hefði ævisaga um sr. Matthías ekki birst í upphafi nýrrar aldar er hætt við að hann hefði að mestu gleymst nema sem höfundur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.