Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 105

Andvari - 01.01.2007, Page 105
andvari AÐ ENDURSKAPA EINSTAKLING 103 flestum tilvikum er hann óþekkt stærð á milli sögupersónu og lesanda. Gild rök virðast því fyrir að líta á þennan flokk bókmennta sem sérstakt afbrigði æviskrifa.16 I ævisögum skiptir aðferð höfundar og afstaða hans til viðfangsefnisins miklu máli. Greina má milli þriggja leiða: Frásagnarháttur er dramatískur, höfundur er „virkur“ eða setur sig í spor sögupersónu eða samferðamanna hennar. Frásagan er lilutlaus, höfundur er fjarlægur í textanum og beitir efnivið sinn fræðilegum tökum. Textinn er túlkandi, höfundurinn er í hlutverki greinanda.17 Ævisögum má svo skipta innbyrðis í marga flokka sem sumir geta jafn- framt náð til sjálfsævisagna. Hér er ekki gerð tilraun til að lýsa heildstæðu eða tæmandi flokkunarkerfi en getið fáeina dæma. Sagnfræðileg œvisaga fjallar um þekkta sögupersónu og leitast við að varpa ljósi á samtíma hennar eða meta áhrif hennar á sögulega atburði og/eða menningar- eða samfélagslega þróun.18 Sögupersónan er notuð sem lykill að samtíð sinni og við ritunina er beitt almennum aðferðum sagnfræðinnar. Starfssaga leitast við að upplýsa um störf sögupersónunnar og framlag hennar til samfélagsins. Áhersla er lögð á opinber afskipti hennar en jafnframt leitast við að spegla persónuleika hennar í ljósi verkanna. Markmiðið er að fást við ákveðna sögupersónu en jafnframt það menningarlega andrúmsloft og samfélag sem hún lifði og hrærðist í. Loks er og leitast við að greina hvaða áhrif sögupersónan hefur haft í félags- og menningarlegu umhverfi sínu.19 Hugmyndasöguleg œvisaga leitast við að skýra hver sé hvatinn að kenningum, tilgátum og túlkunum eða öðru menningarlegu framlagi sögupersónunnar sem verið hefur „hugsuður" í einhverri merkingu. Höfundur leitast við að finna heildstætt munstur eða „ástæður“ sem búa að baki þess sem sögupersónan aðhefst eða tjáir. 20 Sálarfrœðileg œvisaga gengur út frá því að svarið við spurningunni um hver við raunverulega séum sé að finna hið innra með okkur, í „innra myrkri". Markmið hennar er að opinbera hvað í því býr að því marki sem mögulegt er. Beitt er aðferðum, hugtökum og flokkunum sálarfræði og sálgreiningar og þess freistað að skýra persónueinkenni í ljósi „sálarflækja" sem virðist mega finna hjá sögupersónunni eða hinu gagnstæða, þ.e. að engar slíkar flækjur séu til staðar! Auk sálarfræðilegra skýringa er tekið tillit til félags- og menningarlegs umhverfis sögupersónunnar eftir því sem þurfa þykir.21 „Exístensíell“ œvisaga gengur út frá því að einstaklingurinn sé frjáls og siðferðislega ábyrgur og geti brotist úr þeim höftum sem félagslegar og menningarlegar aðstæður skapa. Kostað er kapps um að greina hvernig sögupersónan hefur leitast við að lifa lífi sínu á þann hátt að það glæði með henni tilfinningu fyrir reisn, merkingu og samhengi í lífinu. Reynt er að greina persónuleika sögupersónunnar. Spurt er hvaða grundvallandi ákvarðanir hún hafi tekið og hvaða afleiðingar það hafi haft fyrir hana eða samferðamenn hennar. Þá er og leitast við að greina hvernig sögupersónan hefur reynt að öðlast viðurkenningu og skilning annarra án þess að glata frelsi sínu.22 í ævisögum af þessu tagi beinist athyglin ekki síst að einkalífi sögupersónunnar. M. a. er grafist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.