Andvari - 01.01.2007, Page 105
andvari
AÐ ENDURSKAPA EINSTAKLING
103
flestum tilvikum er hann óþekkt stærð á milli sögupersónu og lesanda. Gild
rök virðast því fyrir að líta á þennan flokk bókmennta sem sérstakt afbrigði
æviskrifa.16
I ævisögum skiptir aðferð höfundar og afstaða hans til viðfangsefnisins miklu
máli. Greina má milli þriggja leiða: Frásagnarháttur er dramatískur, höfundur er
„virkur“ eða setur sig í spor sögupersónu eða samferðamanna hennar. Frásagan
er lilutlaus, höfundur er fjarlægur í textanum og beitir efnivið sinn fræðilegum
tökum. Textinn er túlkandi, höfundurinn er í hlutverki greinanda.17
Ævisögum má svo skipta innbyrðis í marga flokka sem sumir geta jafn-
framt náð til sjálfsævisagna. Hér er ekki gerð tilraun til að lýsa heildstæðu
eða tæmandi flokkunarkerfi en getið fáeina dæma.
Sagnfræðileg œvisaga fjallar um þekkta sögupersónu og leitast við að varpa ljósi á
samtíma hennar eða meta áhrif hennar á sögulega atburði og/eða menningar- eða
samfélagslega þróun.18 Sögupersónan er notuð sem lykill að samtíð sinni og við ritunina
er beitt almennum aðferðum sagnfræðinnar.
Starfssaga leitast við að upplýsa um störf sögupersónunnar og framlag hennar til
samfélagsins. Áhersla er lögð á opinber afskipti hennar en jafnframt leitast við að spegla
persónuleika hennar í ljósi verkanna. Markmiðið er að fást við ákveðna sögupersónu
en jafnframt það menningarlega andrúmsloft og samfélag sem hún lifði og hrærðist
í. Loks er og leitast við að greina hvaða áhrif sögupersónan hefur haft í félags- og
menningarlegu umhverfi sínu.19
Hugmyndasöguleg œvisaga leitast við að skýra hver sé hvatinn að kenningum, tilgátum
og túlkunum eða öðru menningarlegu framlagi sögupersónunnar sem verið hefur
„hugsuður" í einhverri merkingu. Höfundur leitast við að finna heildstætt munstur eða
„ástæður“ sem búa að baki þess sem sögupersónan aðhefst eða tjáir. 20
Sálarfrœðileg œvisaga gengur út frá því að svarið við spurningunni um hver við
raunverulega séum sé að finna hið innra með okkur, í „innra myrkri". Markmið hennar
er að opinbera hvað í því býr að því marki sem mögulegt er. Beitt er aðferðum, hugtökum
og flokkunum sálarfræði og sálgreiningar og þess freistað að skýra persónueinkenni
í ljósi „sálarflækja" sem virðist mega finna hjá sögupersónunni eða hinu gagnstæða,
þ.e. að engar slíkar flækjur séu til staðar! Auk sálarfræðilegra skýringa er tekið tillit til
félags- og menningarlegs umhverfis sögupersónunnar eftir því sem þurfa þykir.21
„Exístensíell“ œvisaga gengur út frá því að einstaklingurinn sé frjáls og siðferðislega
ábyrgur og geti brotist úr þeim höftum sem félagslegar og menningarlegar aðstæður
skapa. Kostað er kapps um að greina hvernig sögupersónan hefur leitast við að lifa lífi
sínu á þann hátt að það glæði með henni tilfinningu fyrir reisn, merkingu og samhengi
í lífinu. Reynt er að greina persónuleika sögupersónunnar. Spurt er hvaða grundvallandi
ákvarðanir hún hafi tekið og hvaða afleiðingar það hafi haft fyrir hana eða
samferðamenn hennar. Þá er og leitast við að greina hvernig sögupersónan hefur reynt
að öðlast viðurkenningu og skilning annarra án þess að glata frelsi sínu.22 í ævisögum
af þessu tagi beinist athyglin ekki síst að einkalífi sögupersónunnar. M. a. er grafist