Andvari - 01.01.2007, Page 121
andvari
„VÉL ER GETUR VAXIГ
119
afgreiða hann sem kukl eða hjátrú. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið
að í meðförum margra rannsakenda hafði spíritisminn öll einkenni vísinda-
starfs og hlýtur því að teljast vísindi. Vandséð er að unnt sé að gera skil þróun
sálfræðinnar á ofanverðri nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu án þess
að taka tillit til áhrifa spíritismans. Sálfræðibrautryðjandinn William James
var t.a.m. mikill áhugamaður um yfirskilvitleg fyrirbæri.
Trúin á að með sálfræðinni mætti byggja brú milli lifandi og framlið-
inna kemur skemmtilega fram í bréfaskiptum Guðmundar Finnbogasonar og
vinar hans Guðmundar Hannessonar læknis. Árið 1908 hvetur sá síðarnefndi
vin sinn til að gera dulsálarfræðina að doktorsverkefni sínu með orðunum:
.,Annað hvort eru spíritísku fænómenin tómt húmbúg eða sú mesta uppgötvun
nútímans.“ (Bls. 265)
Ekki tókst lækninum að glæða áhuga Guðmundar Finnbogasonar á þráð-
lausum samskiptum við andaheiminn og víkur Jörgen lítt að dulsálarfræð-
inni í frásögn sinni. Sama gildir um aðrar undirgreinar sálfræðinnar sem létu
aðalsöguhetjuna ósnortna, þannig er nafn Sigmunds Freud hvergi að finna í
bókinni. Þeim mun meira er hins vegar fjallað um þá William James og Henri
Bergson, sem báðir höfðu mikil áhrif á hugmyndaheim Guðmundar. Þetta er
rökrétt, því þótt lesanda verksins finnist á köflum sem ætlunin sé að stikla á
stóru í sögu sálfræðinnar, er markmiðið einungis að kynna hugmyndafræði-
legan bakgrunn þessa tiltekna vísindamanns, Guðmundar Finnbogasonar.
Á sama hátt er eðlilegt að miklu púðri sé eytt í umfjöllun um prófessora
Guðmundar við Kaupmannahafnarháskóla, samnemendur hans og ferill þeirra
rakinn til enda. Þarf bókarhöfundur á stundum að halda ansi mörgum boltum
á lofti, þegar stokkið er milli frásagna af lífshlaupi Williams James, deilum um
menntapólitík Guðmundar Finnbogasonar og persónulegum harmsögum gam-
alla skólasystkina hans. Ekki verður annað sagt en að höfundi takist vel að spinna
þessa ólíku þræði. Helst mætti þó finna að því hvernig Ágúst H. Bjarnason er
afgreiddur í bókinni. Þeir Ágúst og Guðmundur urðu snemma keppinautar um
styrki og stöður. Varð Ágúst í tvígang hlutskarpari og virðist Jörgen eiga bágt
með að fyrirgefa honum að hafa borið sigurorð af „sínum manni“.
Menntakerfi verdur til
Gnðmundur og Ágúst öttu fyrst kappi um námsstyrk úr sjóði Hannesar
Arnasonar prestaskólakennara, sem stofnaður hafði verið til eflingar heim-
sPekilegum vísindum. Fyrst var úthlutað úr sjóði þessum árið 1901, rúmum
tveimur áratugum eftir lát stofnandans. Skýrðist drátturinn af því að eftirlif-
ar|di systir Hannesar skyldi njóta lífeyris af eignum sjóðsins. Varð hún allra
kerlinga elst og er kímilegt að lesa bréfaskipti Guðmundar og Hallgríms