Andvari - 01.01.2007, Page 124
122
STEFÁN PÁLSSON
ANDVARI
Umbætur í vinnutilhögun landsmanna voru Guðmundi Finnbogasyni hjart-
ans mál og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Auk þess að flytja fyrirlestra,
rita bækur og þýða skrif annarra um málið stóð hann fyrir merkilegri tilraun
árið 1922 í samvinnu við landssímastjóra. Ráða skyldi sjö símastúlkur fyrir
símstöðina í Reykjavík. Valið byggðist á niðurstöðum sálfræðilegra prófa
sem Guðmundur lagði fyrir umsækjendur. Var þetta í fyrsta sinn sem slíkum
aðferðum hefur verið beitt við mannaráðningar á Islandi.
Góða lýsingu er að finna af símastúlknaprófunum í bók Jörgens (bls. 378-
379). Minnist sá er þetta ritar þess ekki að hafa fyrr heyrt af þessari merku
tilraun. Hennar er t.a.m. að engu getið í nýútkominni 100 ára sögu Símans.
Fleiri slíkar smáfrásagnir sem kveikja áhuga lesandans mætti tína til úr Frá
sál til sálar og eru margar þeirra einmitt í sjöunda og síðasta kafla bókarinn-
ar, sem fjallar um störf Guðmundar frá upphafsárum fyrri heimsstyrjaldar
til dauðadags. Þar er farið fullhratt yfir sögu og hefði að ósekju mátt verja
meira rými í umfjöllun um vinnurannsóknir og hugmyndir fræðimannsins
um vísindalega stjórnun.
Vísindaleg stjórnun var raunar tískuhugtak á Vesturlöndum á fyrsta fjórð-
ungi tuttugustu aldar, ekki hvað síst vestan hafs þar sem kenningar Fredericks
Winslows Taylors, hinn svokallaði taylorismi, áttu mjög upp á pallborðið.
Hugmyndir Taylors um vísindalega stjórnun, þar sem tölvísir verkfræðingar
greindu hvert handtak verkamannsins í framleiðsluferlinu niður í öreindir og
ákvörðuðu síðan hina vísindalega réttu leið til að vinna hvert verk, fólu í sér
loforð um glæsta framtíð.
Með vísindalegri stjórnun myndu afköst verkafólksins margfaldast á sama
tíma og vinnan yrði léttari (auk þess sem auðveldara yrði að skipta út óróa-
sömum verkamönnum og minnka þannig líkur á verkföllum). Aukinn gróði
fyrirtækjanna myndi skila sér í meiri framleiðni og hærri launum til starfs-
fólksins, sem aftur gæti leyft sér að taka virkan þátt í neyslusamfélaginu.
Bættur hagur beggja aðila myndi svo koma í veg fyrir stéttaátök eða jafnvel
byltingu. A fyrstu árum tuttugustu aldar var mikill ótti meðal borgarastétt-
arinnar í Bandaríkjunum um að öreigabylting væri yfirvofandi og lagði Taylor
sjálfur mikla áherslu á að kerfi hans myndi lægja öldur milli þjóðfélagshópa.
Ekki er laust við að hugurinn hvarfli hér til Guðmundar Finnbogasonar, sem
einmitt taldi það rök fyrir handíðakennslu í barnaskólum að hún drægi úr
stéttaríg.
Það var rökrétt að kenningar taylorismans féllu metnaðarfullum sálfræð-
ingi vel í geð, enda eru líkindin milli þeirra og tilraunasálfræði þeirrar sem
iðkuð var við rannsóknarstofnanir á meginlandinu augljós. í báðum tilvikum
er leitast við að brjóta hegðun manna niður í talnarunur, hvort sem um er að
ræða hegðun skynfæranna eða vinnuferli í verksmiðju. Með því móti er hægt
að gera mannlegt atferli mælanlegt og þar með stjórnanlegt.