Andvari - 01.01.2007, Page 127
þórir óskarsson
/
I silkisloprokk með tyrkneskan
túrban á höfði
Grímur Thomsen og Kall tímans
i
Fæstir þeirra íslendinga sem fjölluðu opinberlega um bókmenntir á 19. öld
°g fram á fyrstu áratugi 20. aldar voru eiginlegir bókmenntafræðingar í
nútímaskilningi þess orðs, þ.e. háskólamenntaðir fræðimenn með víðtæka
þekkingu á íslenskum og erlendum skáldskap og fagurfræðilegan og bók-
nienntasögulegan bakgrunn sem nýta mátti til að greina séreðli hans, skipa
honum í tegundir og flokka og fella gildisdóma yfir honum. Þeir voru miklu
fremur almennir áhugamenn um bókmenntir: Rithöfundar, blaðamenn og
þegar best lét texta- eða norrænufræðingar. Um þetta vitna m.a. viðfangs-
efni þeirra, aðferðafræði og almenn afstaða til bókmennta. Meðal elstu og
helstu undantekninga frá þessari meginreglu er skáldið og embættismaðurinn
Grímur Thomsen (1820-1896) sem stundaði margvíslegt nám við Háskólann
í Kaupmannahöfn á árunum 1837 til 1845. Fyrstu þrjá veturna mun hann
einkum hafa lagt sig eftir lögfræði og klassískri málfræði (fílólógíu), en árið
1840 tóku fagurfræði og bókmenntasaga hug hans allan. í þeim fræðum lauk
hann meistaraprófi 25 ára gamall með 240 blaðsíðna ritgerð um ævi og verk
Fyrons lávarðar, Om Lord Byron (1845).' Sú ritgerð var með kerfisbreytingu
árið 1854 látin jafngilda doktorsritgerð.2
A námsárum sínum og fyrst að þeim loknum var Grímur afar afkastamikill
a sviði bókmenntafræða og birti fjölmargar ritgerðir á dönsku um íslenskar
°g erlendar bókmenntir, jafnt samtímaskáldskap sem verk fyrri alda. Þetta
hendir til þess að hann hafi stefnt að því að hasla sér völl á þessu sviði, enda
sótti hann m.a. um kennarastöðu við Lærða skólann í Reykjavík vorið 1846
en án árangurs. Um sama leyti hafði hann einnig hug á að skrifa íslenska
hókmenntasögu á dönsku frá upphafi til samtímans og má líta á ýmsar
r,tgerðir hans um íslenskar eða norrænar bókmenntir sem atlögu að því verki.
^leðal þeirra má einkum nefna „Bjarni Thorarensen. En skizze“ (1845), Om
hlands Stilling i det 0vrige Skandinavien, fornemmelig i literœr henseende
(1846), „Et Bidrag til den gamle nordiske Poesies Charakteristik“ (1846) og