Andvari - 01.01.2007, Page 144
142
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Kýrrassa tók ég trú,
traust hefur reynst mér sú.
I flórnum fæ ég að standa
fyrir náð heilags anda.
Trúmálaágreiningurinn varð svo heiftúðugur að hann klauf íslenska þjóð-
arbrotið vestra niður í rót. í herbúðum beggja ríkti tilhneiging til að fordæma
öll samskipti milli fólks úr andstæðum fylkingum.3 Eins og að líkum lætur
gripu menn til bragvopna í slíkum erjum. Viðhorf hinna vantrúuðu koma
fram í fjöldamörgum kvæðum sem vesturíslensk skáld og hagyrðingar birtu.
Ekki bar hinsvegar neitt á kvæðum þar sem sanntrúaðir deila á vantrúaða.
Það gerðu þeir hinsvegar í óbundnu máli og sjónarmiðum þeirra má einnig
kynnast í andmælakvæðum hinna vantrúuðu sem oft eru að verjast ásökunum
þeirra.
Fríþenkjarar og guðleysingjar höfðu illan bifur á bókstafstrú kirkjunnar,
sem þeir kölluðu gjarnan ofsatrú. Stefán G. hét á náttúruöflin í Alberta að
þau vernduðu hinn útlæga íslending gegn aðsteðjandi fári:4
Þú fóstran ung, sem fjöll þig kring,
hjá frelsi og þjóðheill vaktu,
og að þér margan Islending
í útlegð sinni taktu -
en spenntu lengst þitt fjallafang,
með frosti og jökulstáli,
á móti auðvalds yfirgang
og ofsatrúar báli.
Um sjónarmið hinna vantrúuðu orti Guttormur J. Guttormsson langt kvæði,
„Vantrúarmenn“.5 Honum tekst ágætlega að yrkja um andtrúarlega hugsun,
um efahyggju og einhyggju og vantrú á eilífri sælu eftir dauðann. Hér koma
þrjú erindi úr kvæðinu:
Þeir móta ekki trúna né trúin þá,
því treysta staðreyndum einum má
sem ekki eru efabundnar,
en aðeins sárfáar skeljar á hafströnd fundnar.
Og ljúgfróð er Saga sjálf um flest,
það sýna kronikur hennar best,
af keflinu ofan undnar.
En annað líf getur átt sér stað
á ævi manns hér á jörðu - það
að safna andlegum auði
og útdeila honum sem daglegu lífsins brauði,
með farandi og komandi kynslóðum þjást,