Andvari - 01.01.2007, Síða 149
ANDVARI
GRETTIR OG SNÆKOLLUR
147
Sameiningunni, hinu kröftuga málgagni Kirkjufélagsmanna, voru vantrúar-
fólki ekki vandaðar kveðjurnar. Það má því með nokkrum sanni segja að
þessir aðilar „kveðist á“ en einungis annar í bundnu máli.
Nokkuð birtist af hefðbundnum guðstrúarkvæðum í blöðum og kvæðabók-
um vestanhafs; það voru almennar trúaryfirlýsingar en ekki bein framlög
í trúmáladeilurnar. Margir yrkja hinsvegar til þess að deila á hefðbundnar
trúarkreddur og til að brýna málstað fríþenkjara. Einkum telja menn að kenn-
ingin um djöfulinn og helvíti, um eilífa fordæmingu eða útskúfun, sé slæm,
kúgandi, mannfjandsamleg og úrelt. Hið sama gildir um friðþægingarkenn-
inguna, trú á upprisuna, heilaga þrenningu, guðlegan uppruna biblíutextans,
fermingu barna o.fl. Slíkar kreddur hindra framfarir að áliti vantrúaðra, en
framfarir vilja menn í andlegum efnum ekki síður en veraldlegum. í skrifum
Jóns Bjarnasonar og annarra Sameiningar-manna er auðvitað aldrei rætt um
kreddur, en ekki heldur um kenningar, heldur lærdóm og kristindómsop-
inberun. Þeir nota hugtök eins og fordæmingarlærdóm, friðþægingarlærdóm
o.s.frv. í grein eftir séra Jón Bjarnason, sem nánar verður fjallað um hér á
eftir, segir hann að það sé meginvilla vantrúarmanna að neita tilvist djöf-
ulsins. Efist menn um það atriði kristindómsopinberunarinnar sé skammt í
annað verra:
Endurlausnarlærdómurinn er óðar í veði. Hann verður óþarfur og ólíklegur. Guðdómur
Krists eins. Kraftaverkin verða ósennileg. Þeim er neitað og þar með aðalkraftaverkinu,
því, sem einmitt staðfestir guðdóm Jesú, upprisu hans frá dauðum. Hinn guðlegi
innblástur heilagrar ritningar og þar með fylgjandi áreiðanlegleiki hennar er þegar að
sjálfsögðu fallinn. Hverju á nú að trúa, þegar allt þetta er farið? 15
Trú og vantrú
Sjálf guðshugmynd Biblíunnar, eðli guðs, máttur hans og dýrð og ekki síst
refsivald hans þótti mörgum geigvænlegt. Aðrir játuðust fúslega undir þetta
vald og trúðu skilyrðislaust á orð og boðskap Biblíunnar. Hinn atorkusami
mormónatrúboði og landnemi í Utah, Þórður Diðriksson (1828-1894), tekur
undir þetta sjónarmið í trúarbæklingi sínum:16
En hver getur gengið í rétt við guð? Er það ekki það sama, hvort hann eyðileggur með
vatnsflóði, hungursnauð, eldsbruna, drepsótt eða sverði? Hefur hann ekki rétt til að
straffa uppá hvern máta sem honum líkar? Jú, vissulega.
Nokkrum áratugum síðar orti Pétur Sigurðsson tvö kvæði um eyðingu
Babýlon-borgar. í „Siðgæðismorðinu“17 er ólifnaði lýðsins lýst svona: