Andvari - 01.01.2007, Page 150
148
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Þar dansað var og drukkið alla tíð,
og drýgt svo margt af ónefnandi syndum.
Já, þar var glaumur, sukk og svall og stríð
og svívirðing í öllum verstu myndum.
En „Guð, sem jörðu, haf og himin skóp“ gat ekki til lengdar hlýtt á þetta
„hryllilega hróp“ syndanna og tók til sinna ráða:
Það hróp klauf loftsins hefndar forðabúr,
það hróp svo varð að margra dauðakveini,
þegar himna hæðum rigndi úr
heitum straum af eldi’ og brennisteini.
Þorskabítur tjáir hinsvegar andstyggð sína á slíku refsingar-framferði í kvæð-
inu „Trúarjátning“18
Ég trúi’ ei á guð þann, sem bræðin svo beit
um byggðir sem óvættur þeysti,
sem ómálga börnin af brjóstunum sleit
og barði til heljar og kreisti.
Ég get eigi tignað þá týrannastjórn,
sem talaði: ’veikum ei hlífið’,
af karlmönnum heimtandi kiðlinga fórn,
af konunum æruna og lífið.
Ég hata þann guð, sem að hrindir sér frá
þeim hrösuðu’ og villtu með glotti,
og hálfsoðna, spriklandi horft getur á
í helvítis vellandi potti.
Kristni Stefánssyni finnst líka ógeðfellt að trúa á refsigjarnan guð. Vísa hans
„Trúarjátning“19 er svona:
Á hegnandi harðstjóra þjóða
í hjarta mér trú eg ei ber;
en eg trúi á guð í því góða -
guð þann í mér og í þér.
Meðal skáldanna í hópi únítara var Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri. Kvæði
hans „Fermingaróður“20 er eitt af rökræðukvæðunum sem svo algeng voru
meðal vantrúarskálda í trúmáladeilunum. Þar segir m.a. um kirkjuvenjur og
kenningar: