Andvari - 01.01.2007, Page 151
ANDVARI
GRETTIR OG SNÆKOLLUR
149
En rétt er þó ekki, að láta það liggja í friði,
sem löngu er úrelt og fúið og banvænt og rotið,
þótt eitt sinn því væri sem afguðum lotið
og oft hafi tignarsess hlotið,
en er ekki lengur að liði.
Þetta er alllangur bragur og skáldið þykist skynja viðbrögð hins rétttrúaða,
viðmælanda sem hugsi sem svo: „Já það er það gamla úr þessari átt, / en það
skal ei trú mína buga.“ Skáldið telur að trúarleg innræting, s.s. ferming, sé
hvorki réttmæt né líkleg til gæfu fyrir börnin. Þau séu í raun og veru þvinguð
til trúarjátningar sem sé: „ævilangt loforð - í andleysi gefið og heimsku
Slíkt hindri andlegan þroska. Sjálfur talar mælandinn til fermingarbarnsins
og segist vera boðberi kærleikans. Síðasta erindi kvæðisins hljóðar svo:
Nei, ég vildi koma sem kærleikans óþekktur boði,
koma sem hressandi blær og sem vormorgunroði,
anda í sál þína afli, sem nýtt gerði heit:
Að láta’ allar ræður um trúskyldu hvíla sig heima
í hólfinu þar, sem að prestarnir blöðin sín geyma, -
en hlynna sem best að þeim blómum, og hafa’ á þeim gætur,
er blöð hafa fegurst og rætur
í hjarta þíns hálfgrónum reit.
Eins og áður getur var friðþægingarkenningin ein af þeim kristindóms-
kenningum sem hinir vantrúuðu töldu fráleita. Jón Stefánsson orti kvæðið
„Bænarsálmur hins rétttrúaða“21 sem byrjar á þessu:
Ó, drottinn guð, ég þakka þér,
þú hefur fyrirgefið mér
það sem ég beit hann bróður minn
og bana sýnd ’onum tilræðin.
Eg jafngóður er fyrir það,
allt slíkt hefur þú fullborgað.
Stefán G. víkur að friðþægingunni í kvæði sínu um hugsuðinn Robert
Ingersoll:22
Hver vill lá þér, að þú ekki
ódauðleika girntist þann,
sem er hvorki eign né umbun,
annar sem að fyrir vann?
Sú trúarsetning sem ógeðfelldust þótti var kenningin um eilífa útskúfun eða
>,helvítiskenningin“ eins og vantrúaðir kölluðu hana.