Andvari - 01.01.2007, Síða 153
andvari
GRETTIR OG SNÆKOLLUR
151
viljalausu og stefnulausu frelsisglamrarar“ samtímans óvættunum í kviðu
Hómers og nefnir hann þar sérstaklega trúfélög únítara og presbytara. Að áliti
séra Jóns er svo Jón Ólafsson ritstjóri sérstök óvættur. Hann hafði þá gefið
úr ritling sem presturinn segir að eigi „að sýna, hvílíkt ófrjálslyndi, hvílíkur
trúarofsi og klerkavalds-andi“ ríki í Kirkjufélaginu. Einnig sneiðir presturinn
að Menningarfélags-piltunum með orðunum: „Það er fullt hér vestra af svo
kölluðum frelsispostulum, sem sí og æ eru í frelsisins og framfaranna og
mannréttindanna og kærleikans og sannleikans nafni að vara almenning við
slíkum fastákveðnum félagsskap, með öðrum orðum: öllum þeim félagsskap,
sem nokkurt vit eða gagn er í.“ Og það er auðvitað Kirkjufélagið sem mest
vit er í að áliti séra Jóns.
Andlegur Grettir og Snœkollur
Undir lok fyrirlestursins leitar séra Jón að úrræðum fyrir þjóð sem er í trölla-
höndum í þjóðfélagi sem farið er að „fá á sig ýmis tröllasögu-einkenni“. En
hann biður ekki guð um hjálp handa hrjáðum lýð. Hann kallar eftir miklum
heimspekingi til að leysa þjóðina úr álögum Hann vill fá „einn nýjan, and-
legan Gretti til þess að lyfta af henni því heljar-vantrúarbjargi, er hún liggur
undir á þessari tíð“. Og hann ftrekar þessa ósk með bæn til forsjónarinnar,
en ekki guðs, - að hún sendi þjóðinni stóran spámann, „einhvern nýjan
Herkúles“, þjóðinni til hjálpar á þrautatíð.
Séra Jón óraði ekki fyrir því að með þessu ákalli særði hann fram skæðasta
skoðanaandstæðing sinn; „hinn andlegi Grettir" kom á vettvang. Þennan lotu-
langa kirkjuþingsfyrirlestur las nefnilega Stefán G. og hann verður skáldinu
tilefni kvæðisins „Snækollur“25 sem hafði í frumprentuninni undirfyrirsögn-
ina „ofurlítill utankirkjufélags fyrirlestur“. Þar víkur Stefán að málflutningi
og innræti séra Jóns og sækir sér ljóðminni í Grettis sögu. Um tildrög kvæðis-
ins segir Stefán: „Síra Jón Bjarnason var fróður í íslendingasögum og hafði
mjög þá venju að líkja andmælendum sínum, í ritdeilum eða skoðunum, til
misendismanna og forynja, sem í þeim er getið um. Ahangendum hans þótti
það sýna ritsnilli hans.“26
Skáldið bregður nú á þetta sama ráð en snýr tröllskapnum upp á prestinn:
Svo stæltu hann til misendismanns
þau málgögn frá tröllskapardögum.
Það átti við eðlisfar hans
hver öfgi í þeim biblíusögum
og samræmt við hefndirnar höfum
við helvítisdjúp undir gröfum.