Andvari - 01.01.2007, Page 154
152
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Úr skógum með skammir og raus,
hann skaust inn á lands höfuðbólin,
í hvívetna hógværðarlaus,
en hávaðamestur um jólin.
Þá þutu hans þver-skalla kvarnir
sem þrumandi biblíuvarnir.
Og mjúklátt var orðbragð hans ei
- og annað eins trúi ég menn þykki -
því hann nefndi heimamenn grey
og hrotta og Færeyjagikki,
svo espur í ofstopahita
sem „Aldamót" væri hann að rita.
Berserkurinn Snækollur var einn af þeim illvirkjum sem hlutu háðulegan
dauðdaga í viðureign við Gretti Asmundarson. Þegar Einar bóndi í Noregi,
gestgjafi Grettis, var tregur að láta dóttur sína af hendi við berserkinn, varð
Snækollur reiður. „Tók hann þá að grenja hátt og beit í skjaldarröndina og setti
skjöldinn upp í munn sér og gein yfir hornið skjaldarins og lét all ólmlega“
segir í Grettis sögu.
Flestum lesendum var strax ljóst að Snækollur kvæðisins var í hlutverki
séra Jóns Bjarnasonar. í Grettis sögu segir „að markamenn og illvirkjar hlupu
ofan af mörkum og skoruðu á menn til kvenna en tóku á burt fé manna með
ofríki“. Snækollur í Grettlu var slíkur skógarmaður. Snækollur kvæðisins
skaust líka úr skógum og viðhefur stóryrði. Nauðungarhlýðni við hann felst í
því lítillækkandi úrræði fólks að ganga í söfnuð klerksins:
En Gretti til rifja það rann
að röskir menn hikuðu að neita,
er nauðungar hlýðni við hann
var hófanna í minnkun að leita -
ið eina, sem enn kemst í jöfnuð,
er innritun fólks inn í söfnuð.
í Grettlu segir frá því að Grettir Ásmundarson gerði sér lítið fyrir og spark-
aði með slíkum krafti undir skjöld Snækolls þar sem hann grenjaði og beit í
skjaldarröndina að skjöldurinn gekk upp í munninn á honum „svo að rifnaði
kjafturinn en kjálkarnir hlupu ofan á bringuna.“ Sfðan brá Grettir saxinu „og
setti á hálsinn, svo af tók höfuðið.“27
Lýsingin á Snækolli kvæðisins er mjög óvægin. Hann notar „íslenskar
heiðingjasögur“, einkum hrikalegar ýkjufrásagnir fornsagnanna, til útbeitar
fyrir safnaðarsauðina. í bréfum Stefáns og sennilega einnig í hversdagsmáli
hans fær framferði séra Jóns Bjarnasonar og ofstækisfullur málflutningur
Kirkjufélagsmanna nafngiftina „sérajónska“ í kvæðinu má sjá að Stefán hefur