Andvari - 01.01.2007, Page 157
andvari
GRETTIR OG SNÆKOLLUR
155
sem rænir oss frelsi, sem rænir oss sjón
og ráðin af vitinu tekur.
Það er ekki sannleikans sigrandi raust,
né sonarins ást, eða vinarins traust,
en svipan og hræðslan sem hrekur.
Hina mannfjandsamlegu innrætingu kennisetningarinnar útmálar skáldið
þannig:
Ó, kirkjunnar hornsteinn, þú Helvítis bál,
þú hræðslunnar uppsprettan djúpa,
hve hæglega beygirðu bugaða sál
til botns hverja andstyggð að súpa.
Hve máttugur trúboði’ er meinsemd og hel,
ó, mannlega hörmúng, hve fer þér það vel,
að kúgarans fótum að krjúpa.
Jóni Bjarnasyni var ekki skemmt. í Sameiningunni birtir hann ritdóm um
Eimreiðina og fer hann hörðum orðum um þetta kvæði.32 Og hann var ekki af
baki dottinn. Ári síðar veitist hann enn að Þorsteini, amast við kveðskap hans
og fárast yfir þeim stopulu skáldalaunum sem skáldið fékk frá Alþingi. Séra
Jón segir að Þorsteinn hafi „í ýmsum ljóðum sínum komið fram sem maður
mjög óvinveittur opinberunarsannindum trúar vorrar og hefur gjört sterkari
og einbeittari tilraunir en nokkurt annað fslenskt skáld til þess að kveða krist-
indóminn niður eða út úr hjarta þjóðar vorrar.“33
Eins og oft endranær í baráttukveðskap þurfa vesturíslensku skáldin,
sem gagnrýna þessi „opinberunarsannindi“, að svara ásökunum. Það gefur
til kynna að skoðanaskipti eða deilur hafa orðið manna á milli um málið.
Skáldkonan Myrrah (Margrét J. Benedictsson) yrkir slíkt samræðukvæði,
vHreinskilni“, í 13 erindum. Hún ávarpar skoðanaandstæðinginn og mótmæl-
ir helvítiskenningunni:34
Þótt, andrfki bróðir, mér útskúfir þú
og urmull af sannkristnum bjálfum -
Samt afneita eg kirkjunnar kreddum og trú
með klerkum og djöflinum sjálfum.
I kvæðinu „Ályktun fríþenkjarans“35 teflir Þorskabítur viðhorfi einhyggjunn-
ar gegn ógnun helvítiskenningarinnar:
Hræðist ég ei hegning neina
hinumegin, sem þeir boða;
sérhvert unnið illverk hlýtur
umbun sína í þessu lífi.