Andvari - 01.01.2007, Page 158
156
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
„Guðskistan" er langt kvæði eftir Hjört Björnsson,36 og hann er róttækur í
baráttunni gegn kreddukenningum kirkjunnar. Kvæðið er í sama bragarhætti
og „Arfurinn“ eftir Þorstein Erlingsson og í kvæðinu hrósar Hjörtur reyndar
framgöngu Þorsteins í þessari baráttu. Kvæðið er allkröftugt í orðfæri og
málafylgju. Það hefst svo:
Menn þekktu það skrímsli frá ómuna öld,
þess ógnandi, heiftþrungin kúgunarvöld
og okrið á annars heims sælu.
Menn þekktu það kveljandi ágirndarafl
sem ekki átti takmark við hurðir né gafl
og hótaði helvítis svælu.
Trúarokið „birtist sem engill með bænir og frið“, þeir sem krypu á kné fengju
inngöngu í sæluríki guðs, hinir yrðu steiktir í eldi. Fimmta erindið af ellefu
hljóðar svo:
Og lifandi dauðir þeir öld fram af öld
í ánauð og þrældómi lögðu fram gjöld
og fórnir til kúgarans færðu.
Því ímyndað helvíti undir þar svall,
af eldi og brennistein sauð þar og vall,
og angistarveinin þá ærðu.
Þáttur Matthíasar Jochumssonar
í karpi Vestur-íslendinga um helvíti og refsivist þar, eða um hinn kristilega
fordæmingarlærdóm kom Matthías Jochumsson við sögu eins og oft endranær
í málum Vestur-íslendinga. Tíðindin um brotthvarf séra Magnúsar Skafta-
sonar úr kirkjufélagi lúterstrúarmanna bárust til íslands og vöktu þar nokkra
athygli og ekki síður yfirlýsing Kirkjufélagsins um að slíkir prestar væru
óhæfir til embættis. Matthías lét skoðun sína í Ijósi í blaðinu Norðurljósinu
Á Akureyri.37 Tók hann eindregna afstöðu með Magnúsi Skaftasyni, en sú
afstaða varð fornvini hans og skólabróður, Jóni Bjarnasyni, til sárrar skap-
raunar. Matthías telur fráleita þá samþykkt Kirkjufélagsins vestra að sá prestur
sé ekki hæfur „sem ekki trúir hverju atriði í Augsborgartrúarjátningunni, en
sérstaklega ekki sá, sem ekki trúir eilífri útskúfun.“ Matthías bætir um betur
með því að afneita sjálfur hinni umdeildu kennisetningu og taka undir með
höfuðfjendum Kirkjufélagsins, únítörum. Hann segist hafa verið svo djarfur
að fylgja dæmi „ýmisra hálúterskra höfuðkennimanna í sjálfri biskupakirkj-
unni á Englandi - að ég ekki nefni postula Unitaranna, „guðleysingjanna“,
sem landar vorir kalla - að ég hefi opinberlega afneitað nefndum lærdómi.“