Andvari - 01.01.2007, Page 160
158
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
sem komu til Kanada í því skyni að þjóna þar í lúterskum söfnuðum og starf-
aði þar í fimm ár. Að lokinni þjónustu orðaði hann reynslu sína svo:39
Og þá er skemmst frá því að segja, að lúterskar kirkjur vestan hafs eru einhver þau
ófrjálslyndustu trúfélög, sem til eru á byggðu bóli, og það svo, að t.d. rómversk kaþólska
kirkjan þar er ekki eins.
Allmargir Vestur-íslendingar voru utan allra safnaða, þeirra á meðal Stefán
G. en á unga aldri, meðan hann enn hafði barnatrúna, var hann í söfnuði séra
Páls Þorlákssonar í Wisconsin og í Norður-Dakota. Snemma tók hann þó að
efast um gildi trúarinnar. Hann var enn búsettur í Wisconsin og aðeins 22ja
ára gamall þegar hann orti stökuna „Framþróun"40 árið 1875:
í æsku tók ég eins og barn
alheimskunnar trúna.
Með aldri varð ég efagjarn.
Engu trúi ég núna.
Jónas A. Sigurðsson prestur var ekki strangur kreddumaður þótt hann væri
að sjálfsögðu vel kristinn. Hann hélt barnatrúnni og orti vísuna „Til vantrúaðs
vinar“:41
Þig glepur mynd af Gjallarbrúnni,
þín guðsneitun er djörf.
En ég hef barnsins trú á trúnni
og trúarlífsins þörf.
Frá upphafi þótti vissulega mörgum þetta trúmálaþras óskemmtilegt. Jón
Runólfsson (1856-1930) kennari og skáld, víkur að trúmáladeilunum í
„Frumbúaljóði“ sínu árið 1895 á 20 ára afmæli íslenska landnámsins við
Winnipegvatn.42 Hann fjallar þar um lífsbaráttuna og um framfarir á Nýja-
íslandi en telur að mönnum væri sæmst að leggja meiri rækt við bústörfin og
hætta trúarþrasi:
Þó herjar á starfsemd hans ókind ein,
sem óheilla trúþrasi stýrir
og leggst sem martröð á mannskap hans
og metnaðargeð hans rýrir.
Hvort heldurðu þá ekki, höldur minn, best,
að hætta að jagast um trúna?
Fyrir mitt leyti álít ég alveg eins þarft
að yrkja sér blett fyrir kúna.
Páll Bjarnason var eitt merkilegasta og fjölhæfasta skáld Vestur-íslendinga.
Hann var einn hinna vantrúuðu. í kvæðinu „Tilveran1143 gerir hann grein fyrir