Andvari - 01.01.2007, Page 162
160
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
kirkjuvist, messu og messufall. Af þeim kveðskap má ætla að kirkjusókn
hafi, a.m.k. stundum, verið dræm, sóknarbörnin ekki verið nógu fús til glím-
unnar við guð. Hér verða nefnd örfá dæmi um slík gamanmál. Eftir Kristin
Stefánsson er vísan „Kirkjusvefn“ svohljóðandi:44
Seinmæltur klerkur með sönglandi róm
í svæfandi mælginnar helgidóm
þar tvísté í draumi og dofa;
svefnhöfgi féll yfir söfnuðinn -
svefnlyf í ræðunni tók hann inn,
geispaði’ og svo fór að sofa.
„Messufair145 heitir vísa eftir Gísla Jónsson:
Hér er allt með kjörum kyrrum,
kirkjan galtóm eins og fyrrum;
organistinn úti í dyrum
aleinn prestinn spyr um.
Varla verður mikið úr guðsþjónustu þegar ekki einu sinni presturinn lætur sjá
sig. Alloft reyndist líka erfitt að fá presta til að starfa í íslensku söfnuðunum
vestanhafs. Messufall gat því líka orsakast af „Prestleysi"46 en það er einmitt
nafnið á vísu eftir Þorskabít. Þar birtist enn minnið um smalann eða hirðinn
og hjörðina:
Himins beitarhúsum frá
hrópað er á vörðinn.
„Jórturtuggu ég vil fá“
jarmar gervöll hjörðin.
„Messufallið147 eftir Káin sýnir fremur nöturlegar myndir af syndsamlegu
líferni sóknarbarna sem vanræktu kirkjusókn:
Klerkarnir sínar kirkjur vígðu;
konurnar margar syndir drýgðu.
Dansholur allar opnar stóðu,
inn í þær landar þétt sér tróðu.
A sunnudögum þeir sváfu og hrutu,
um sáluhjálp ekkert heilann brutu,
og andskotinn gat nú orkað þessu,
að enginn maður kom til messu.
Sumir fara í óvissuferð á illrannsakanlegum vegum guðs, en henni kynni að
ljúka á óvæntan hátt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eins og frá segir í
smákvæðinu „Úr afturhvarfspredikun4*48 eftir Guttorm J. Guttormsson: