Andvari - 01.01.2007, Page 171
ANDVARI
FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR
169
1. mynd: Atvinnufrelsi og lífskjör í
misfrjálsum hagkerfum
Atvinnufrelsi og almenn lífskjör
Þrátt fyrir margvíslega annmarka á réttlætiskenningu Johns Rawls er þar
vakið máls á mikilvægri spurningu: í hvers konar löndum, eins og við
þekkjum þau í þessum heimi, eru kjör hinna verst settu best? Náskyld
henni er þessi: Hvar myndum við vilja fæðast, ef við getum valið um
lönd heimsins, eins og við þekkjum þau, en vitum ekkert um, við hvers
konar hagi við myndum sjálf alast upp?17 Þegar reynt er að svara þessum
tveimur spurningum, er skynsamlegast að velta ekki fyrir sér einstökum
löndum, því að þá verða endalausar deilur um aðstæður. Við sönnum
ekkert með sögum. Til dæmis má segja, að Norðmenn búi að olíuauð
sínum, Lúxemborg sé í raun óvenjustór svefnbær, en Svíþjóð í hægri
afturför. Þess vegna er skynsamlegast að leita ekki að einstökum lönd-
um, heldur tegundum landa, reglu um eftirsóknarverð svæði samkvæmt
þessum tveimur viðmiðum, þegar til langs tíma er litið. Eitt svar blasir
strax við: Fólk sækist eftir að komast til Vesturlanda. Kommúnistaríkin
sálugu urðu að reisa múra í vestur til að halda þegnum sínum inni, en nú
tala sumir Vesturlandabúar um, að reisa þurfi múra til að halda úti inn-