Andvari - 01.01.2007, Page 173
ANDVARI
FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR
171
2. mynd: Atvinnufrelsi og kjör hinna
tekjulægstu í misfrjálsum hagkerfum
C 7000
c
(U
m 6000
3
S) 5000
J
J’í* 4000
Í 3000
T-
k.
§ 2000
a>
| 1000
Ófrjálsust Næstófrjálsust Næstfrjálsust Frjálsust
ist vera á milli atvinnufrelsis og almennra lífskjara, eins og þau eru venjuleg-
ast skilgreind, í vergri landsframleiðslu á mann. í frjálsasta fjórðungi þjóða
var framleiðsla á mann að meðaltali röskir 24 þúsund Bandaríkjadalir árið
2004, en í hinum ófrjálsasta aðeins um þrjú þúsund dalir. Þetta sést á 1. mynd.
Munurinn er feikilegur, þótt hann eigi ef til vill ekki að koma á óvart. Önnur
stærð, sem miklu máli skiptir, er hagvöxtur. Hann reynist vera því örari sem
atvinnufrelsi er víðtækara. Hann var árið 2004 neikvæður um 0,1% í ófrjáls-
asta fjórðungnum. Þar dróst atvinnulífið saman, þótt síst hefði verið vanþörf
á vexti þess. Hagvöxtur var á sama tíma að meðaltali 2,2% í frjálsasta fjórð-
ungnum. En þeir, sem hafa mestar áhyggjur af fátækt, spyrja ekki aðeins,
hverju framleiðsla nemur eða hversu hratt hún eykst, heldur Iíka, hvað kemur
í hlut hinna verst settu. Setjum svo, að þeir séu taldir hinir 10% tekjulægstu
í hverju landi. Sú skilgreining er ekki einhlít, en síst lakari en ýmsar aðrar.
Samkvæmt vísitölu atvinnufrelsis var hlutur þessa tekjulægsta hóps í heild-
artekjum árið 2004 nokkru minni í ófrjálsasta fjórðungi þjóða, 2,2% en
hinum frjálsasta, 2,5%. Þetta kann að þykja lítill munur, en þá verður að hafa
í huga, hver heildin er, sem hluturinn er af. Stærð sneiðarinnar fer eftir stærð
kökunnar. Hér er munurinn athyglisverður. Tekjur tekjulægsta hópsins í frjáls-