Andvari - 01.01.2007, Qupperneq 177
ANDVARI
FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR
175
rómverskir lögspekingar. Þegar af þeirri ástæðu myndu þeir telja, að Svíar
hefðu gengið of langt. Veita má jafngóða velferðaraðstoð með minni skatt-
heimtu, og engin ástæða er til að tryggja afkomu þeirra, sem eru fullhraustir
og sjálfbjarga. Hegel myndi líka benda á, að í bandaríska kerfinu er greiðari
leið út úr fátækt, en við það öðlast menn viðurkenningu annarra og hætta að
telja sig annars flokks borgara, eins og hætt er við um opinbera styrkþega.
Menn eru meiri jafningjar í Bandaríkjunum en flestum öðrum löndum. Þar
er ekki spurt, hvaðan menn koma, heldur hvað þeir geta. Hegel myndi að
vísu hafa áhyggjur af því, ef velferðaraðstoð er bundin við þörf eins og í
Bandaríkjunum, en ekki almennur réttur eins og í Svíþjóð, að þiggjendur
aðstoðarinnar myndu þá ekki líta á sig sem fullgilda borgara. En hann myndi
vilja bæta úr því án þess að ganga of langt í úthlutun velferðarréttinda. Nýta
verður sem best takmarkað fé. Rawls myndi síðan minna á, að eitt af því, sem
menn undir fávísisfeldi hans myndu koma sér saman um, væri, að tækifæri
væru jafnopin öllum. í Svíþjóð er það ekki svo á vinnumarkaðnum: Þar loka
þeir, sem hafa vinnu, leiðum fyrir hina, sem hafa hana ekki. Báðir myndu þó
Hegel og Rawls benda á, að sár örbirgð virðist vera meiri í Bandaríkjunum
en Svíþjóð. Ef hinir verst settu eru ekki skilgreindir eftir lágum tekjum, held-
ur vangetu eða bjargarleysi, til dæmis vegna fötlunar, sjúkdóma eða elli, þá
virðast þeir betur komnir í Svíþjóð. Eru Bandaríkjamenn ekki of naumir á
velferðaraðstoð og Svíar of rausnarlegir? Er ekki hyggilegast að hafa það úr
hvoru tveggja, er best er? íslendingar hafa hvorki farið sænsku leiðina né hina
bandarísku, heldur eigin meðalveg.
íslenska leiðin
í lok nítjándu aldar var ísland fátækasta land Vestur-Evrópu, og hafði verið
svo öldum saman. Þjóðin gat með sanni gert vísuorð Bólu-Hjálmars að sínum:
„Mér fylgir fátæktin fótmál hvert hér á jörð.“ Landið framfleytti aldrei meira
en fimmtíu þúsund manns, að því er virðist. Færi fólksfjöldinn fram úr því,
þá varð mannfellir. Ástæðan var ekki síst, að fámenn stórbændastétt kom í
veg fyrir þróun sjávarútvegs, sem var miklu arðbærari en landbúnaður. Allir
skyldu vera heimilisfastir á lögbýlum, og útlendingar máttu ekki hafa vetursetu
í landinu. Einokunarverslunin fór eftir opinberum verðskrám, þar sem fiskur
var keyptur lægra verði en á alþjóðamarkaði, en kjöt og ull hærra verði. Þetta
jafngilti eins konar auðlindaskatti, sem rann frá sjávarútvegi til landbúnaðar.
Yfirstéttin fór sínu fram, en allir aðrir skyldu deila sömu fátækt. Til dæmis
mátti ekki nota orm í beitu, af því að hann var aðeins til sums staðar á land-
inu. Markönglar voru líka bannaðir, en vinnumenn höfðu fengið að merkja sér
nokkra öngla á línu og hirða fiskinn af þeim, og hafði það að vonum aukið