Andvari - 01.01.2007, Page 179
ANDVARl
FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR
177
4. mynd: Atvinnuleysi á íslandi og í
OECD-ríkjum
ísland OECD
fyrirtækja lækkaður úr 45% árið 1991 í nokkrum áföngum í 18% árið 2001.
Tekjuskattur af launatekjum hefur verið lækkaður um 7,5% á tíu árum, úr
30,41% árið 1997 í 22,75% frá ársbyrjun 2007 (en til viðbótar kemur útsvar,
sem rennur til sveitarfélaga, og það hefur víðast hækkað að frumkvæði sveitar-
félaganna sjálfra). Hátekjuskattur og eignarskattur hafa verið felldir niður og
erfðafjárskattur lækkaður.
Eftir nokkur erfið ár aðlögunar og aðhalds tók atvinnulífið fjörkipp.
Hagvöxtur hefur verið mikill og óslitinn frá 1994 og kjör almennings batnað
um 30-50%. Það leynir sér ekki, að margir hafa efnast vel þessi ár. Vegna
góðærisins hafa skatttekjur ríkisins aukist þrátt fyrir minni skattheimtu. Miklu
breytti, þegar bankarnir urðu allir einkafyrirtæki, en lokaskrefið til þess var
tekið 2002. Skatttekjur ríkisins af tekjuskatti banka nema árið 2006 röskum
11 milljörðum króna, en ríkisbankarnir sálugu greiddu á sínum tíma sáralítil
opinber gjöld, og varð ríkissjóður stundum að hlaupa undir bagga með þeim.
Tekjur af fjármagni mynduðust ólíkt því, sem áður var, og nema skatttekjur
ríkisins af fjármagnstekjuskatti árið 2006 um 18 milljörðum króna. Ríkið
hefur ekki aðeins greitt niður skuldir, heldur hafa framlög til heilbrigðis- og
skólamála og velferðarmála stóraukist vegna góðs hags. Atvinnuleysi er nær