Andvari - 01.01.2007, Síða 180
178
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
ekkert á íslandi, ólíkt því sem gerist í öðrum aðildarríkjum Efnahags- og
þróunarstofnunarinnar, O. E. C. D., eins og sjá má á 4. mynd, og tækifæri til
að komast úr fátækt hafa aldrei verið fleiri, enda hafa langflestir, sem áður
voru í tekjulægsta hópnum, flust úr honum og hreyfst upp.
Þeir eru þó til, sem gagnrýna stjórnarstefnu síðustu sextán ára. Þeir segja, að
skattbyrði tekjulægsta hópsins hafi þyngst, þar sem skattleysismörk hafi hækk-
að hægar en laun og bætur séu tekjutengdar. Dæmigerður maður í tekjulægsta
hópnum, sem hafði áður of lágar tekjur til að greiða tekjuskatt og naut þá einnig
fullra bóta, hafi vissulega notið hærri tekna hin síðari ár, en það hafi haft í för
með sér, að hann verði nú að greiða tekjuskatt og fái ekki fullar bætur. Ríkið
hafi þannig tekið með hægri hendi það, sem það hafi látið með vinstri hendi.
Skattalækkanir stjórnarinnar hafi verið einskær blekking. Raunar hafi skatt-
byrði (sem hlutfall opinberra gjalda af vergri landsframleiðslu) þyngst meira
á Islandi hin síðari ár en í flestum öðrum löndum. Jafnframt hafi ójöfnuður
aukist og jafnvel fátækt líka, sé miðað við það, að fátæktarmörk séu tekjur
innan við helmingur miðtekna (en það eru ekki meðaltalstekjur, heldur tekjur,
þar sem jafnmargir hafa lægri tekjur eða hærri en nemur þessum miðtekjum).
Islendingar hafi færst nær hinni engilsaxnesku leið en sænsku.27