Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 182

Andvari - 01.01.2007, Page 182
180 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI um, að nýjar tekjur höfðu orðið til í atvinnulífinu, einkum á fjármagnsmark- aði. Sem fyrr segir eru bankar nú arðvænleg fyrirtæki, en báru áður lítil sem engin opinber gjöld, og fjármagnstekjur voru áður hverfandi, en nú verulegar. Þetta hvort tveggia eitt sér skapaði samtals um 30 milljarða króna aukatekjur ríkissjóðs 2006. í öðru lagi hefur auðvitað ekki ráðið neinum úrslitum um aukið hlutfall skatttekna ríkissjóðs af landsframleiðslu í góðærinu, að skattbyrði tekjulægsta hópsins hefur þyngst, enda munar sáralítið um hana (þar sem hann er einmitt tekjulægsti hópurinn).29 Það er hins vegar rétt, að allir hópar greiða hærri tekjuskatt, af því að skattleysismörk hafa ekki hækkað jafnmikið og tekjur. En hvað er að því frá sjónarmiði jafnaðarmanna séð, að teygst hefur úr tekju- skattsstofni auðugra manna og bjargálna niður á við (þeir taka fyrr að greiða tekjuskatt af tekjum sínum en ella)? Og þetta skýrir ekki auknar skatttekjur nema að litlu leyti, enda er munurinn á því, sem tekjuhærri hópar hefðu orðið að greiða við hærri skattleysismörk, og því, sem þeir greiða nú, óverulegur. I þriðja lagi hafa ráðstöfunartekjur tekjulægsta 10% hópsins eftir skatta hækkað eins og allra annarra hópa, um 27% árin 1995-2004 eða 2,7% að meðaltali á ári. I löndum O. E. C. D. hafa ráðstöfunartekjur sama hóps, tekjulægstu 20%, hækkað eftir skatt um 1,8% að meðaltali á ári eða talsvert minna, eins og sjá má á 7. mynd.30 Gagnrýnendur íslensku leiðarinnar kvarta aðeins undan því, að ráðstöfunartekjur annarra hópa hafi aukist meira. í fjórða lagi sýna tölur úr lífskjararannsókn Evrópusambandsins um árin 2003-2004, að fátækt (eða hætta á fátækt) er hér næstminnst í Evrópu (á eftir Svíþjóð) og tekjuskipting einhver hin jafnasta. Arið 2004 var tekjuskipting aðeins jafnari í Slóveníu, Danmörku og Svíþjóð, eins og sjá má á 8. mynd.31 Þeir gagnrýnendur íslensku leiðarinnar, sem héldu öðru fram, höfðu af vangá tekið með söluhagnað af hlutabréfum og verðbréfum, þegar þeir reiknuðu út fyrir Island svokallaða Gini-stuðla, sem eiga að mæla, hversu ójöfn tekjuskipt- ing er. Hagnaður af því tagi er hvergi annars staðar tekinn með í tölum um tekjuskiptingu.32 Þess vegna voru tölur þeirra rangar.33 En hvað segja tiltæk gögn um ójöfnuð á íslandi? Á því máli eru ýmsar hliðar. Aukinn jöfnuöur á íslandi Tveir fremstu hugsuðir velferðarríkisins, þeir Hegel og Rawls, nálgast fátækt og ójöfnuð úr annarri átt en þeir, sem einkum hafa gagnrýnt stjórnarstefn- una á íslandi síðustu sextán árin. Þeir Hegel og Rawls höfðu áhyggjur af fátæku fólki, hvor á sinn veg, en gagnrýnendur íslensku leiðarinnar virðast hafa miklu meiri áhyggjur af ríku fólki.34 Þetta sést ef til vill best á því, að áhyggjuefni hinna íslensku gagnrýnenda hefðu ekki orðið til, hefðu ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.