Andvari - 01.01.2007, Side 183
ANDVARI
FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR
181
7. mynd: Kjarabætur hinna tekjulægstu
% á ári að meðaltali 1995-2004
orðið hér örar framfarir. Þeir gagnrýna, að skatttekjur ríkissjóðs hafa vegna
góðærisins skotist tímabundið upp umfram aukningu landsframleiðslu. Hefðu
þeir frekar viljað, að skatttekjurnar hefðu minnkað, vegna þess að framleiðsla
hefði dregist saman og nýir tekjustofnar ekki myndast, til dæmis fjármagns-
tekjur og stórauknar tekjur fyrirtækja? Þeir gagnrýna, að tekjulægsti hópurinn
greiði nú hærri skatta en áður. Hefðu þeir viljað, að hópurinn hefði haldið
áfram að vera svo tekjulágur, að hann hefði ekki verið aflögufær um skatt-
greiðslur? Þeir gagnrýna, að fátækt hafi aukist í þeim skilningi, að hlutur
tekjulægsta hópsins í heildartekjum hafi sennilega minnkað. Ástæðan er ekki
sú, að tekjur þessa hóps hafi lækkað (því að þær hafa hækkað eftir skatta um
27% á tíu árum), heldur hin, að tekjur annarra hópa hafa hækkað meira, sér-
staklega fjármagnstekjur, sem ekki voru áður til. Hefðu þeir viljað, að engar
kjarabætur hefðu orðið og tekjuhæstu hóparnir jafnvel lækkað í tekjum, svo
að fátækt hefði minnkað í þessum skilningi? Auðmenn hafa sprottið hér upp
í allri gróskunni og flytjast ekki burt. Hefðu gagnrýnendur íslensku leiðarinn-
ar viljað, að þeir hefðu talið fjármagnstekjur sínar fram í öðrum löndum, til
dæmis Sviss eða Lúxemborg? Það hefði vissulega haft í för með sér, að fátækt
í skilningi þeirra hefði minnkað. Slíkt hugarfar minnir ískyggilega á þá tíð,