Andvari - 01.01.2007, Side 189
ANDVARI
FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR
187
ef að afrakstur hagvaxtarins fer óeðlilega mikið til fámennrar yfirstéttar, að þá flytur hún
þennan auð úr landi, í fjárfestingar annars staðar eða í geymslu í skattaparadísum, gerir það
út þaðan. Og þá nýtist þetta ekkert fyrir hagkerfið og þjóðfélagið í landinu “
35 Sbr. Ragnar Arnason: „Tekjudreifing á íslandi 1993-2005,“ fyrirlestur í Háskóla íslands 16.
janúar 2007.
36Sbr. m. a. 10. k. Bandamanna sögu, 2. k. Bárðar sögu Snœfellsáss, 1. k. Fljótsdœla sögu, 28.
k. Grettis sögu, 2. k. Hrafnkels sögu Freysgoða og 1. k. Reykdæla sögu og Víga-Skútu, þar
sem segir frá ójafnaðarmönnum. Þeir fengu ekki nafnið af því, að þeir væru andvígir jafnri
tekjuskiptingu, heldur af því, að þeir voru uppivöðslusamir og hlýddu ekki almennum lögum.
HÖFUNDAR EFNIS
Birna Bjarnadóttir (f. 1961). Nam bókmenntir og fagurfræði í Þýskalandi og á
Englandi. Doktorspróf við Háskóla íslands. Er dósent í íslenskum bókmennt-
um við Manitobaháskóla í Kanada og veitir íslenskudeildinni þar forstöðu.
Eysteinn Þorvaldsson (f. 1932). Cand. mag. Fyrrverandi prófessor við Kennara-
háskóla íslands. Hefur einkum ritað um íslenska ljóðlist á tuttugustu öld.
Guðmundur Andri Thorsson (f. 1957). Bókmenntafræðingur og rithöfundur,
hefur samið nokkrar skáldsögur og fjölda greina og ritgerða. Ritstýrði
fjórða og fimmta bindi íslenskrar bókmenntasögu.
Gunnar Stefánsson (f. 1946). BA-próf í íslensku og bókmenntum frá Háskóla
íslands. Verkefnisstjóri bókmennta á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Ritstjóri
Andvara frá 1985.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson (f. 1953). Doktor í stjórnmálafræði frá
Oxfordháskóla. Prófessor í þeirri grein við félagsvísindadeild Háskóla
fslands. Hefur samið mörg fræðirit og einnig nokkrar ævisögur.
Hjalti Hugason (f. 1952). Prófessor í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla
íslands. Hefur birt margt um efni af því tagi. Ritstjóri verksins Kristni á
íslandi sem samið var vegna þúsund ára afmælis kristnitökunnar.
Kristín Ástgeirsdóttir (f. 1951). MA-próf í sagnfræði við Háskóla íslands. Hefur
samið ýmsar ritgerðir um kvennasögu. Sat á Alþingi fyrir Kvennalistann
1991-99. Er nú framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Páll Bjarnason (f. 1939). Cand. mag. í íslenskum fræðum. Fyrrverandi
íslenskukennari við Menntaskólann við Sund.
Stefán Pálsson (f. 1975). BA í sagnfræði frá Háskóla íslands. MSc í vís-
inda- og tæknirannsóknum frá Edinborgarháskóla. Er nú forstöðumaður
Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur.
Þórir Oskarsson (f. 1957). Cand. mag. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla
íslands. Hefur ritað margt um íslenska rómantík á 19. öld og er annar
tveggja höfunda að íslenskri stílfræði. Starfar nú sem sérfræðingur hjá
Rfkisendurskoðun.