Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 25

Andvari - 01.01.1956, Page 25
andvari Benedikt Sveinsson 21 Þetta sumar kom Friðrik konungur VIII. til Islands með nriklu og fríðu föruneyti. Landvamarmenn drógu upp bláhvíta fánann á Þingvelli, þegar konungur og fylgdarlið hans hafði þar viðdvöl. Vakti það hneyksli rneðal sumra íslendinga, en ekki hefur þess heyrzt getið, að fáninn spillti gleði Friðriks konungs. Og þó að Landvarnarmenn vildu sýna konungi og öðrum yfir- drepslausa djörfung, hvöttu þeir eindregið til þess, að við yrði höfð hin fyllsta kurteisi af hálfu íslendinga. Segir svo í Ingólfi: „Menning þjóðar vorrar getur hér orðið dæmd á glöggu ein- kenni á tvennan hátt, á því, hve vel vér komurn til dyra eftir föngum vorum, og á því, hve einhuga og óhagganlegur vilji um ákveðnar réttarbætur skín í gegnum öll opinber orð og gjörðir vorra manna, þegar sonur Kristjáns konungs níunda kemur nú til þess að heilsa íslendingum.“ Ekki var sinnt þeirri kröfu þjóðfundarins, að fram færu nýjar kosningar, áður en kosið væri í samninganefndina. Kosn- ingu hlutu úr hópi stjórnarsinna Hannes Hafstein ráðherra, Jón Magnússon skrifstofustjóri og sýslumennirnir Lárus H. Bjarnason og Steingrímur Jónsson, en úr Þjóðræðisflokknum Jóhannes sýslumaður Jóhannesson, Skúli Thoroddsen ritstjóri og Stefán skólameistari Stefánsson. Landvarnarmenn áttu engan •ulltrúa í nefndinni, því að séra Sigurður Jensson, sá eini þing- maður, sem taldist til flokks þeirra, vildi ekki taka sæti í henni, og ráðherra kvað eigi mega kjósa aðra en þá, sem væru alþingis- menn. En svo var orðin náin samvinna Skúla Thoroddsens við Landvarnarmenn, að þá er hann fór utan til nefndarstarfa, fól hann Bjarna Jónssyni frá Vogi að sjá um útkornu Þjóðviljans. í marzmánuði hafði Ari Jónsson lögfræðingur orðið meðrit- stjóri Benedikts Sveinssonar við Ingólf. Llm haustið fór Ari utan, og tók þá Bjarni frá Vogi við störfum hans. En upp úr miðjum vetri ákvað Landvarnarflokkurinn, að Bjarni færi til Kaupmanna- hafnar og fylgdist með störfum sambandslaganefndarinnar eftir því, sem honum reyndist unnt. Varð þá Benedikt Sveinsson rit- stjóri beggja blaðanna, Ingólfs og Þjóðviljans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.