Andvari - 01.01.1956, Qupperneq 30
26
Guðmundur Gíslason Hagalín
ANDVARI
var veigamest með tilliti til sjálfstæðismálsins, að íslenzk mál
skyldu ekki framvegis borin upp í ríkisráði Danmerkur.
Nú fóru fram nýjar kosningar til Alþingis, og unnu Heima-
stjórnarmenn mikinn sigur. Frambjóðendur þeirra höfðu heitið
því opinberlega fyrir hönd flokksins, að sambandsmálinu skyldi
ekki hreyft á næsta þingi, en stjórnarskráin samþykkt endanlega
og síðan efnt til nýrra kosninga samkvæmt henni. Þetta fór þó
á annan veg. Þau boð bárust frá konungi, þegar þing kom saman
árið 1912, að hann mundi alls ekki staðfesta hið nýja stjórnar-
skrárfrumvarp, þar sem „ríkisráðsákvæðið“ liefði verið fellt niður.
Hannes Flalstein varð nú aftur ráðherra. Hann lagði ekki stjómar-
skrárfmmvarpið fyrir Alþingi vegna boðskaparins frá konungi,
en þeir Bjami frá Vogi og Skúli Thoroddsen tóku það upp.
Þrátt fyrir ötula lramgöngu flutningsmanna og Benedikts Sveins-
sonar var málið svæft.
Margir undu því mjög illa, að ekkert yrði úr samningum um
samband íslands og Danmerkur, og kom upp sterk hreyfing í
þá átt að freista að lappa upp á „uppkastið" sæla frá 1908 og
reyna að ráða sambandsmálinu til lykta. Samtök hófust um þetta
milli þinga, og áttu þátt í þeim áhrifamenn úr báðum flokkum,
innan þings og utan. Þegar þing kom saman, gerðust þau stór-
tíðindi, að hvorki meira né minna en sjö þingmenn sögðu sig
úr Sjálfstæðisflokknum og stofnuðu nýjan þingflokk, Sambands-
flokkinn, með Heimastjórnarmönnum. Stóðu þeir nú þrír el'tir í
Sjálfstæðisflokknum Benedikt Sveinsson, Bjami Jónsson frá Vogi
og Skúli Thoroddsen.
Samkomulagstillögur Sambandsflokksins voru nefndar „bræð-
ingurinn", og varð það nafn fljótt landfleygt og átti sinn þátt í
að gera tillögurnar tortryggilegar í augurn gamalla sjálfstæðis-
kjósenda. Stóð um þær mikill styrr á þingi. Andstæðingar Sam-
bandsflokksins voru fáliðaðir, en bvorki skorti þá hug né vopn-
fimi, og börðust þeir svo, að stundum sýndust sverðin þrjú á
lofti. „Þessi stóri flokkur, Bræðingsflokkurinn," sagði Benedikt
Sveinsson, „þykist nú eiga mikið undir sér, „þykist öllum fótum