Andvari - 01.01.1956, Page 36
32
Guðmundur Gíslason Hagalín
ANDVARI
VII.
Meðan þessu fór fram, var hafin heimsstyrjöldin fyrri, og
sýndi það sig fljótlega — eins og í Napóleonsstyrjöldunum — að
Danir voru engan veginn færir um að sjá farborða þeim „óað-
shiljanlega hluta Danaveldis,“ sem har nafnið Island. Llrðu íslend-
ingar að taka bjargráð sín út á við í sínar hendur, önnuðust
sjálfir um aðflutninga helztu nauðsynja og fluttu framleiðsluvör-
ur sínar á erlendan markað, urðu jafnvel að liafa í Ameríku og
Bretlandi sína eigin sendimenn og gera samninga um viðskipti.
Það varð og öllum ljóst, að ekki gat orðið um að ræða vöm
landsins af hálfu Dana, ef til árásar kæmi frá hendi ófriðarþjóða.
Lukust nú jafnvel upp augu þeirra, sem starblindastir höfðu
verið á getu- og forsjárleysi Dana, og urðu menn sammála um,
að ekki væri við það unandi, að þeir hefðu að styrjöldinni lok-
inni rétt til annarra og meiri afskipta af málefnum íslenzku
þjóðarinnar en hún sjálf og kjörnir fulltrúar hennar vildu fela
þeim. Þá ýtti það og undir sjálfstæðishug íslendinga, að stórþjóð-
imar höfðu mjög á orði sjálfsákvörðunarrétt smáþjóðanna.
LIpp úr kosningum til Alþingis 1916 bættist við nýr þing-
flokkur, Framsóknarflokkurinn, og í janúarmánuði 1917 mynd-
aði Jón Magnússon bæjarfógeti ríkisstjórn, scm í voru fulltrúar
þriggja flokka. I samráði við fremstu menn Sjálfstæðisflokksins
markaði hinn nýi forsætisráðherra þannig stefnuna í sjálfstæðis-
málunum, þá er ráðuneytið tók við völdum:
„Um eitt emm vér einhuga, að vinna að því af fremsta
megni, að þjóðin nái fullum yfirráðum yfir öllum málum sín-
um, og afráða ekki neitt í sjálfstæðismálum þjóðarinnar án vilja
og vitundar þeirra þingflokka, er veita ráðuneytinu fylgi sitt.“
Á komanda sumri kaus Alþingi sjö manna fullveldisnefnd,
og áttu þeir báðir sæti í henni Benedikt Sveinsson og Bjarni frá
Vogi. Var samþykkt um það þingsályktunartillaga frá nefndinni
„að skora á stjórnina að sjá um, að íslandi vcrði þegar ákveðinn
fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði." Hafði komið fram