Andvari - 01.01.1956, Side 48
44
Guðmundur Gíslason Hagalín
andvari
um sínum. Greiddi hann sem fyrr atkvæði að eigin geðþótta
og snerist öndverður gegn flokknum í sumum stórmálum, þar
sem fram var farið að hans dómi með lítilli forsjá. Má þar til
nefna stöðvun á rekstri íslandsbanka. Sú varð og raunin, að
flokkurinn beitti sér fyrir því, að Benedikt var felldur við for-
setakjör í neðri deikl veturinn 1931, og urn vorið ákvað flokks-
forystan að bjóða fram á rnóti honum við Alþingiskosningar
frænda hans og gamlan fylgismann. Hlaut sá kosningu, og varð
viðskilnaður Benedikts við flokkinn með litlum kærleikum.
011 þau ár, sem Benedikt Sveinsson sat á Alþingi, var hann
þingmaður Norður-Þingeyinga. Árið 1911 komst hann að með
aðeins eins atkvæðis meirihluta, en sjálfkjörinn var hann árin
1914, 1919 og 1923. Hann var fyrri varaforseti neðri deildar á
þingunum 1911, 1916 og 1917, en annar varaforseti 1914. For-
seti neðri deildar var hann síðan frá 1920—30, eins og þegar hefur
verið getið. Hann var röggsamur forseti og skjótur til úrskurðar,
glöggskyggn og réttdæmur. Er það sannmæli, sem Jón Sigurðs-
son á Reynistað, varaforseti sameinaðs Alþingis, sagði um hann
úr forsetastóli að honum látnum:
„Og það mun almælt, að ekki hafi skörulegri maður né
virðulegri setið í forsetastóli á Alþingi."
Eitt sinn kom það fyrir, að nokkrir þingmenn rengdu úr-
skurð Benedikts um afgreiðslu rnáls, og skrifuðu þeir um það
athugasemd í gerðabókina. Benedikt brást reiður við og kvað
hvergi heimilað í þingsköpum að „pára“ í gerðabókina. „Er það
bannað?" spurði þá þingmaður Ilúnvetninga. Benedikt varð
fljótur til svars: „Háttvirtur þingmaður heldur, ef til vill, að allt
megi í þessa bók rita, sem ekki er berum orðum bannað í þing-
sköpum, t. d. markaskrá norðan úr Húnavatnssýslu eða annan
slíkan fróðleik?" Nú vatt sér fram einn af þingniönnum Reyk-
víkinga, Jakob Möller, og strikaði yfir „párið“ í bókinni með
breiðum pennadráttum. Benedikt setti siðan alla þá, sem „párað