Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 56

Andvari - 01.01.1956, Page 56
52 Guðmundur Gíslason Hagalín andvari að „þetta gæti eins verið lýsing á starfi Benedikts sjálfs.“ Hann hvikaði aldrei frá settu marki í þeim málum, sem hann bar fyrir brjósti. En hvort hans var að nokkru getið við framgang mála, lét hann sig svo litlu skipta, að sá var gjarnan háttur hans að láta aðra hafa forgöngu á opinberum vettvangi, ef það var þeim að skapi — og þó einkum, ef hann taldi sig með því móti geta betur bundið hina deigari réttum málstað. Því er það, að oft sést ekki af opinberum gögnum, hve ríkan hlut hann átti í sigri ýmissa þeirra stóru mála, sem hann beitti sér fyrir eða lagði ómetanlegt lið. En sæi hann þess þörf, að hann gripi merkið og héldi því á lofti í málasennu, utan þings eða innan, þá dró hann sig ekki í hlé. Og drengskapur, prúðmennska og óeigingirni Benedikts Sveinssonar voru ekki eiginleikar, sem hann hefði sérstaklega tamið sér á hinu opna sviði þjóðmálanna, heldur voru þeir hon- um í svo ríkum mæli í blóð bornir, að hann varð aldrei þannig fyrir hittur, að þeir mótuðu ekki orð hans og framkomu. En þær stoðir voru enn fleiri, sem runnu undir hinar einstæðu vin- sældir Benedikts Sveinssonar. Hann var greiðamaður mikill, og í hópi náinna kunningja var hann mjög skemmtilegur, hafði á takteinum snilliyrði sagna og ljóða án þess að þar kenndi íburðar og hafði lag á að miðla þannig af fróðleik sínum, að menn yrðu þess lítt varir, að þeir væru þiggjendur. Benedikt var oft glett- inn og missti einskis í virðuleik, þó að hann brygði á gamanmál. Hann gat gert þannig að gamni sínu í forsetastól, að öllum væri skemmtun og engum hneyksli. Pétri alþingismanni Ottesen segist meðal annars þannig frá í minningargrein þeirri um Bene- dikt, sem áður getur: „Átti hann stundum til að bregða á glens, svo sem þegar hann sneri máli sínu skyndilega til forsætisráðherra í miðri at- kvæðagreiðslu urn fjárlög, er kirkjuklukkan var að slá sex síð- degis miðvikudaginn lyrir skírdag, og spurði: „Þá vil ég spyrja hæstvirta ríkisstjóm, hvort henni þyki kristnispell í vera, að atkvæðagreiðslu sé fram haldið?“ Öðru sinni, er þreytt hafði verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.