Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 67

Andvari - 01.01.1956, Page 67
andvari Svipmyndir úr lífi Þorláks O. Johnson 63 hvemig fjárverzluninni yrði bezt fyrir komið. En jafnframt gerðu þeir drög að stofnun svonefnds þjóðfrelsissjóðs og var ákveðið, að Þorlákur ynni þeirri hugmynd fylgi heima á Islandi, þá er hann ferðaðist þar um næsta sumar. — Þegar Þorlákur var aftur korninn til Englands frá Höfn, ritar hann Jóni: „Ég vildi bara óska ég væri orðinn eins ríkur og Peabody — þá skyldi ég verða fyrstur til að slá laglega í sjóðinn." Þorlákur dvaldist nú skamma hríð í Englandi, en hraðaði för til Islands til þess að undirbúa fjárkaupin. Sté hann á land í Reykjavík 6. maí. Samskipa Þorláki til íslands var Sveinbjörn Jakobsen kaupmaður. Vildi hann allt vita um ferðir Þorláks, en hafði þau ein tíðindi af honum, að hann væri í orlofi, og ætlaði að heimsækja föður sinn. „Þá graduleraði Jakobsen mér mikið“, segir Þorlákur, „að ég væri hættur alveg að hugsa um verzlun á Islandi, því það væri ekki ómaksins vert.“ í Reykjavík ræddi Þorlákur einkum við Magnús í Bráðræði, afa Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra, en hann var þá þingmaður Reykvík- inga. Lagði hann Þorláki góð ráð og ritaði bréf með honum til Asgeirs á Þingeyrum. Meðan Þorlákur dvaldist í Reykjavík, lét hann Einar Þórðarson prenta 25 eintök af greinargerð Jóns fyrir þjóðfrelsissjóðinn. Dauft þótti Þorláki í Reykjavík, menn kveifar- legir og óhraustir. Þó eygði hann þar einn geisla, er honurn þótti stafa bjarma af. En um það farast honum svo orð: „Matthías Jochumsson skáld hefur nýlega snúið á íslenzku Friðþjófssögu, og er hún komin á prent. Formálinn þykir mér agætur, því hann er skrifaður með fjöri og á móti þessurn ein- trjánings rómantíska anda, sem er í skólanum." Úr Reykjavík hélt Þorlákur vestur og kom að Stað á hvíta- sunnudagsnótt, eftir að hafa verið veðurtepptur hjá Sturlaugi gamla í Rauðseyjum í þrjá daga. Um heimkomu sína segir hann: >.Eg guðaði þar á glugga, og sagði að hér væri kominn grosseri frá Englandi, er beiddi um næturgistingu, og var svo loksins lokið upp, en faðir minn og móðir mín vissu ekkert af fyrr en eg var kominn að rúminu þeirra." Á annan í livítasunnu var 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.