Andvari - 01.01.1956, Page 80
76
Þorkell Jóhannesson
ANDVARl
tengja það kristnum áhrifum, er söguöld er á enda, um 1030.
Flestir munu þó nú orðið hallast að því, að hér hafi það mestu
valdið, er róstuöld þessari lauk, að aðstaða manna í landinu hafi
jafnazt, er stundir liðu, stórbændum fækkað og uppvaðsla þeirra
þorrið, meiri jöfnuður á komizt um ríki höfðingja og togstreitan
milli þeirra hjaðnað, enda verða þeir nú um hríð smærri í
broti en löngum fyrr.
Það er efalaust, að á tímabilinu frá því er allsherjarríki var
stofnað og fram um lok sögualdar hefir þjóðin eflzt mjög að
mannfjölda. Enn hjó hún að ærnum landkostum. Á þessum tíma
hefir gróðurfar og sjálft gróðurlendið eigi látið mjög á sjá yfir-
leitt og önnur landgæði verið með líkum hætti og fyrrum. Til-
raunir um hyggð á yztu mörkum hins byggilega lands upp til
fjalla og á útströndum, er snemma voru gerðar, hafa ef til vill
þegar á þessum tíma verið að engu orðnar í sumum stöðurn, en
slikt varðaði reyndar litlu fyrir heildina. Að því er bezt verður
vitað, var 10. öldin hér á landi mjög áfallalítil og hagstæð. Fólki
hefir því hlotið að fjölga ört. Er sýnt, að hyggðin hefir þétzt
stórum, er á leið. Landnáminu hélt áfram, jarðir skiptust við
erfðir og með öðrum hætti. Þannig fjölgaði býlunum og jarð-
irnar minnkuðu, stórbændum fækkaði, en fjölgaði miðlungs
bændum. Ræktun vex og meiri alúð er lögð við búreksturinn en
áður, rneðan valið var aðeins um hið bezta. Hin forna víkings-
lund þokar smátt og smátt fyrir ráðsettri búhyggju.
11. öldin er sagnafá. Eftir lok sögualdar (1030) liefst kyn'-
látt tímabil fram um lok 11. aldar, friðsamt og næsta hagstætt,
að því er frekast verður séð. Fyrstu beinu gögnin um mannfjölda
í landinu stafa frá síðustu árum aldarinnar, og gefa þau ærið
glögga bendingu um byggðina um þetta hil og þróun þá, er á
undan var gcngin. Dr. Björn M. Olsen, er rannsakað hefir mann-
tal þetta, kemst að þeirri niðurstöðu, að mannfjöldinn hafi vcrið
1096 77520 manns.1) Nákvæm getur tala þessi ekki verið, og
1) Safn til sögu íslands IV., bls. 342—56.