Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 83

Andvari - 01.01.1956, Page 83
andvari Úr hagsögu íslands 79 niuna, þó enn auki stóru við upp úr aldamótunum 1400. Röskun sú, er nú varð á atvinnuháttum, hafði djúptæk og langvinn áhrif á sjálfa byggðina. Laust eftir 1400 leggst byggð niður á fjölda mörgum jörðum vegna fólksfækkunar eftir Svarta dauða (1402— 1404). Vegna mannfækkunarinnar varð tilfærsla sú, er um sama leyti varð á byggðinni vegna breyttra atvinnuhátta, miklu til- finnanlegri en annars myndi orðið hafa, því að í sumum stöð- um þéttist byggðin eða hélzt vel við, og kom mannfækkunin svo með tvöföldum þunga niður á öðrum stöðum. Heildaráhrif þess- ara atburða á byggðina urðu þau, að í lágsveitum sunnanlands, við Faxaflóa, Breiðafjörð og víða um Vestfirði, þar sem auðveld- ast var að hafa not sjávarins, hélzt byggðin að mestu eða þéttist jafnvel, en strjálaðist því meira nyrðra og eystra, einkum í há- sveitum. Fljáleigubyggðin, sem jafnan var mest sunnan lands og vestan, nær á þessum tímum hámarki, og líkt má segja um búðsetu fólks í höfuðverstöðvunum, svo sem í Vestmannaeyjum, um Suðurnes og Snæfellsnes. Má kalla, að ástand þetta haldist með litlum breytingum fram á 19. öld. Þungamiðja byggðar- mnar liggur alla tíð í héruðunum syðra og vestra, í grennd við höfuðverstöðvarnar. Að öðru leyti stóð byggðin með misjöfnum hlóina eftir árferði og öðrum atvikum, er höfðu áhrif á almanna hagi. En misfellur þær, sem urðu, komu að vonum jafnan harð- ast niður á fátækasta fólkinu, kotbændum og þurrabúðarmönnum. Aður var að því vikið, að um 1100 hafi byggðin í landinu verið komin í það horf, að býlin eða jarðimar hefðu þá yfirleitt verið búin að fá þá stærð og snið, sem síðan hefir lengst af hald- lzt. Llm eignarráð jarðanna er aftur á móti fátt kunnugt og örð- ugt að gera sér ljósa grein fyrir því, hversu þeim hafi þá háttað verið. Af leiglendingsþætti Grágásar má samt ráða það, að all- mikið hafi verið um leigujarðir, er hér var komið sögu, áður en lúrkjan tók að eignast jarðir til muna. Hafa það efalaust helzt verið hinar fornu höfðingjaættir, er aðstöðu fengu til slíks auð- safns, og svo einstöku dugnaðannenn, er auðguðust á kaupferð- um, eða með öðrum hætti, og keyptu lönd fyrir aflafé sitt. 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.