Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1956, Side 88

Andvari - 01.01.1956, Side 88
84 Þorkell Jóhannesson ANDVARI til hefir hún með nokkrum hætti verið í ljós komin um 1200, en óvíst, að hennar hafi þó gætt að ráði fyrri en á ofanverðri 13. öld. Um 1300 og upp þaðan er hún aftur á móti orðin all-áberandi og kemur fram í ýrnsu fleiru en lækkandi landverði, þótt það sé eitt órækasta vitni hennar. Mönnum er gjarnt að tengja allsherjarhnignun þá, sem verð- ur í lífi þjóðarinnar um þetta leyti, við atburði þá, er stórfelld- astir eru og mesta athygli hafa jafnan að sér dregið, er litið er til 13. aldar, en þeir eru borgarastyrjöldin um miðbik aldarinnar og hrun þjóðveldisins. Borgarastyrjöldin, Sturlungaöldin, hafði að vísu ill áhrif á þjóðlíf og þjóðarhagi, en hvorki stóð hún svo lengi né var hún svo skæð um manndráp eða eyðingu verð- mæta, að henni verði með nokkrum hætti kennt unr almenna hnignun atvinnulífs í landinu upp þaðan. Skörð þau, er hún hjó, voru ekki dýpri en svo, að vel máttu þau jafn-full verða á fremur skömmum tíma. Glötun sjálfstæðisins var öllu affara- meiri, leiddi af sér langvinnt tjón í ýmsum efnum. En fjárhags- legar afleiðingar hennar voru, a. m. k. fyrst í stað, og reyndar enn um langa hríð, engan veginn stórvægilegar. Líkast til má þó líta svo á, að ástæður þær, sem nú voru taldar, eigi hér sinn þátt. En hér verða fleiri orsakir fundnar, miklu veigameiri. Efeimildum vorum um sögu 13. og 14. aldar er allmjög mis- jafnt farið, en þó þann veg, að þær má telja í traustara lagi, það sem þær ná. Annars vegar eru hin miklu sagnarit 13. aldar og annálar, hins vegar annálar 14. aldar og fornbréf ýmis og frásagnir. Nú er það eftirtektarvert, þegar gögn þessi eru at- huguð, að því líkt er sem árferði fari versnandi er líður á 13. öld og með upphafi 14. aldar. Þá gerist og krankfelldara í land- inu og meira um mannskæðar sóttir en löngum fyrr. Viðnáms- þróttur þjóðarinnar virðist fara þverrandi og allir hennar hagir valtari en áður. Þannig ber mjög á því, að kvikfjáreignin, sem þá var enn meginstoð þjóðarbúsins, sæti miklum áföllum, hvað eftir annað. Nú er ekki fyrir það að synja, að árferði hafi í raun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.