Menntamál - 01.12.1954, Side 18
52
MENNTAMÁL
íhugunarefni, þegar spurningin er fram borin, en jafn-
vel þótt efnið sé þaulhugsað, er djúpt á svörum — enda
sízt að undra:
„Sjálf var ég í hinum mesta vanda að svara slíkum „samvizku-
spurningum," enda þótt ég hafi um fátt meira liugsað. Svörin hafa
því dregizt, og bið ég afsökunar á því, en læt þau nú frá mér fara,
rétt til að „fljóta með‘‘.“
Athugull kennari í Reykjavík skrifar á þessa leið:
„Mér bárust spurningar yðar um nýársleytið í vetur, og kann ég
yður beztu þakkir fyrir þær. Mér liefur ekki unnizt tími til að gera
þeim nokkur skil fyrr, og sendi ég yður nú svör mín við þeim, þótt
ófullkomin séu. En það má þó sannast segja, að sumt af svörum mín-
um er að mestu leyti spurningar, sem vöknuðu hjá mér, er þér spurð-
uð mig. Það mun reynast svo, að það er venjulega hægara að spyrja
en svara. Ég ætla, að kennurum, sem á annað borð nenna að hugsa
um spurningar yðar, verði meiri upplýsing að því en yður að svör-
unum. Spurningarnar eru þannig vaxnar, að um þær sumar hcfði
þurft að skrifa langt mál, ef átt hefði að kryfja þær til mergjar, svo
sem efni stóðu til. — En auðvitað verðið þér að taka viljann fyrir
verkið."
Vissulega gefa sumar spurningarnar, einkum hinar síð-
ustu, áhugasömum kennára tilefni til að láta gamminn
geysa. Hins vegar var ekki ætlazt til langra greinargerða,
heldur aðeins örstuttra ábendinga, og var því mjög tak-
markað rúm fyrir hvert svar á spurningablaðinu. Sumir
létu sér það raunar ekki nægja, og er gott eitt um það
að segja.
Eins og áður var getið, verða hér rakin svör kennar-
anna við þremur síðustu spurningunum, og skal þá fyrst
gerð grein fyrir fyrra atriði 6. spurningar.
6. S'purning a).
Hvert teljið þér vera eigi meginhlutverk skólanna?
í fræðslulögunum frá 1946 segir svo um hlutverk barna-
skólanna:
„Barnaskólar skulu leitast við að haga störfum í sem fyllstu sam-
ræmi við eðli og þarfir nemenda sinna, hjálpa þeim að öðlast heil-