Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL
55
„Að siðfága æskulýðinn og vekja hjá honum löngun til nytsamra
starfa og heilbrigðs lífs."
„Að ala upp kurteisa, óhrædda, falslausa og áreiðanlega menn,
sem bera fyrst og fremst hag þjóðfélagsins fyrir brjósti."
„Að veita nemendum ekki aðeins bóklega fræðslu, lieldur fyrst og
fremst að vera holl uppeldisstofnun, sem kennir þeim að hugsa og
starfa sem sjálfstæðir einstaklingar og taka tillit til annarra."
„UypelcLi og fræðsla."
„Að stuðla að alhliða þroska nemendanna og veita þeim nokkra
hagnýta kunnáttu."
„Veita hagkvæma þekkingu og ala upp göíuga og drenglynda
menn.“
„Að hjálpa börnunum til að verða góðar og siðfágaðar mann-
eskjur, sem einnig kunna skil á því, sem nauðsynlegt er að kunna
af almennum fræðigreinum."
„Að veita nemendum sínum hollan og hagnýtan fróðleik og kapp-
kosta að gera þá að góðum og nýtum þjóðfélagsborgurum."
„Veita kennslu í bóklegum og verklegum námsgreinum. Auka
hreinlæti og lieilsuvernd, glæða fegurðarsmekk, þegnskap og vinar-
þel, og vera börnum, sem erfitt eiga, andlegur griðastaður."
„Ég tel, að hlutverk barnaskólans eigi og hljóti eftir eðli sínu að
vera einkum tvenns konar. 1) Að leitast við að móta nemandann
aitdlega og siðferðilega á þann hátt, að hann verði fær um að byggja
upp traust og heilbrigt þjóðfélag. Að ltann vilji beygja sig undir lög
og reglur og lúta [>tim skyldum, sem honum kunna að verða settar
í lýðfrjálsu þjóðfélagi. 2) Að veita nemandanum þá undirstöðu-
menntun, sem megi verða honum öruggur leiðarvísir og nokkur
hvatning til meira náms, ef ekki skólanáms, þá sjálfsnáms."
„1) Veita nemendum sínum hagnýta fræðslu og færni, 2) glæða hjá
þeim þegnskap, ættjarðarást og virðingu fyrir þjóðlegum minjum og
verðmætum, 3) stuðla eftir megni að því að þroska fórnfýsi þeirra,
drenglund og siðgæðisvitund á grundvelli kristindómsins."
„Leggja undirstöðu að hagnýtu námi. íslenzku, reikning, skrift,
sögu, náttúruíræði. Vekja virðingu og löngun til starfs. En umfram
allt, innræta börnunum guðstrú og bróðurkærleika."
Fræðsla,.
12: Meginhlutverk barnaskóla tel ég vera að veita sem örugg-
asta undirstöðuþekkingu i móðurmáli og reikningi.
74: Að kenna börnunum lestur, skrift, réttritun og reikning.