Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 33
MENNTAMÁL
G7
hvort tveggja greint af 5 þeirra 7, sem nefna hið fyrr
talda. Sama er að segja um næsta lið, aga og eftirlit, að-
eins er um kaldranalegra orðalag að ræða,og að jafnaðimun
þar átt við hlutverk heimila og yfirvalda fremur en skólans.
Samtals 53 kennarar nefna eitt eða fleiri þessara atriða. Og
þeir, sem vilja efla félagslíf meðal barna og unglinga (inn-
an skóla 4, utan 6, bæði utan skóla og innan 4), hafa vafa-
laust sama markmið fyrir augum, og að þeim viðbættum
koma 57 kennarar í þennan hóp.
Af þessum 57 eru 40 einnig í hópi þeirra 62, sem draga
vilja úr bóknámi eða auka verknám. Alls eru hér þá taldir
57-f62-f-40=79 kennarar, en að sjálfsögðu greina marg-
ir þeirra einnig önnur atriði en nú hafa verið rakin. Hinir
17, sem ekki kveða skýrt á um einhvern þessara þátta, gefa
flestir mjög fátækleg svör við þessum þremur spurningum,
sumir alls engin.
Rétt er að geta þess, að í svari sínu við 6 a) leggja margir
ríka áherzlu á skyldur skólans við siðferðisuppeldi barn-
anna, þótt þeir svari síðan engu við seinni spurningarnar
eða nefni þetta atriði ekki. Er það eðlilegt, enda rökrétt,
ef menn telja því nægan sóma sýndan, þar sem seinni
spurningar leita eftir gagnrýni á því, sem miður þykir fara.
En að líkindum gæfi það réttari mynd af viðhorfi kennar-
anna, ef a. m. k. 15 væri bætt við í hóp þeirra, sem efla
vilja siðrænt uppeldi. Verða þeir þá 55, en 70 (í stað 57)
ef aðrir liðir þessa kafla eru taldir með.
53: 3. Efla siðgæði og félagslund, en þó umfram allt vilja og sjálfs-
afneitun. Þetta er vanrækt.
55: Kenna börnunum meiri kurteisi í umgengni, þar eð mér finnst
lieimilin litla áherzlu leggja á það.
56: Mér finnst miklu meiri rækt lögð við menntun heilans cn
menntun lijartans. Það er hnefarétturinn, sem allt of oft er látinn
ráða nú í heimi hér. Skólarnir þurfa að leggja meiri rækt við jnoska
hugarfarsins, bæði hjá eldri og yngri nemendum.
59: Hins vegar tel ég, að annað meginhlutverk skólanna: efling
þegnskapar og félagslegra dygða, sé misjafnlega rækt.