Menntamál - 01.12.1954, Page 103
menntamál
137
önnuðust þetta starf, og gerðu nákvæmar veðurathuganir
á hverjum einasta degi kl. 8 árdegis.
Þá hefur skólinn eignazt öll nauðsynleg tæki til ljós-
myndagerðar, myrkvaðan klefa o. s. frv., og er ljósmynda-
gerð ein grein tómstundastarfsins. Hefur skólinn m. a.
vél til að stækka myndir. Eru svo þessar myndir, sem
margar eru frá skólastarfinu og víðar að, sýndar í skugga-
myndavélum á samkomum í skólanum. Þá hefur skólinn
fengið fullkomna kvikmyndavél og „radíógrammofón“
ásamt miklu safni af sígildum plötum. Þegar allt þetta
hafði verið keypt, var þó enn nokkuð eftir af söfnunar-
fénu. Var þá keyptur stjörnukíkir og smásjá til náttúru-
fræðilegra athugana.
Það, sem einkum gefur þessu gildi, er að börnin finna
til þess, að þau eru þarna sjálf að verki við að byggja
upp skóla sinn. Nú var þetta þeirra skóli, sem þau hlutu
að bera persónulega ábyrgð á.
Foreldrarnir hafa einnig sýnt áhuga sinn á skólanum
og gengi hans á margan annan hátt. íþróttafélagið á
skólasvæðinu hefur stofnað drengjaklúbb með 60 drengj-
um úr skólanum. Félag þetta á allstóran skála um 30 km
utan við borgina. Það hefur boðið kennurum að fara þang-
að með einn og einn bekk til að kenna átthaga-, náttúru-
og landafræði, og til annarra athugana. Þessi mikli áhugi
á samvinnu foreldra, kennara og barna um velferðarmál
skólans er stöðugt jafnvakandi. Og alltaf eru einhverjar
nýjar fyrirætlanir á prjónunum. Fyrir tveimur árum gáfu
kennarar skólans 2500 kr. til kaupa á vélbát, (en skólinn
liggur skammt frá höfninni). Foreldrar og börn vildu þá
ekki láta sitt eftir liggja og söfnuðu á einni viku 7500
kr., og þá var komið andvirði bátsins. Þetta er nýtízku
27 feta vélbátur. Þegar ég kom í skólann, höfðu nem-
endur tekið þátt í vélfræðinámskeiði. Hafði vélin þá verið
tekin úr bátnum, og voru drengirnir að fægja hana og
hreinsa. Og nemendurnir hugsa að öllu leyti um bátinn.