Menntamál - 01.12.1954, Side 109
menntamál
143
í þessu sambandi skal þess getið, að Stokkhólmsbúar
hafa svo að segja einvörðungu sænsk dýr á sínu skemmti-
svæði, Skansinum nafntogaða í útjaðri Stokkhólms-
borgar.
Til greina gæti náttúrlega komið að fá í garðinn af og
til skemmtilegar útlendar dýrategundir. En þær yrðu þá
nánast skoðaðar sem sumargestir til þess að auka á fjöl-
breytni og svala forvitni yngri og eldri gesta, er heim-
sækja garðinn.
Ekki væri óskynsamlegt að velja garðinum stað við sjó
fram, svo að þar mætti með hægu móti koma fyrir fisk-
um og öðrum sjávardýrum í framtíðinni.
Ég tel t. d., að heppilegur staður fyrir slíkan garð sé
fyrir botni Fossvogs.
Þá væri honum valinn staður miðsvæðis, þar sem þrjú
byggðarlög ættu um skamman veg að sækja. Það er
Reykjavík, Kópavogsbyggð og Hafnarfjörður. Þá mætti
það einnig teljast kostur við þann stað, að þar í grennd
er nú rekin ein myndarlegasta trjáræktarstöð landsins,
og þyrfti að sjálfsögðu að koma upp í garði þessum fljót-
vöxnum runnum og trjám til skjóls og skrauts, og myndu
þá skógræktarmennirnir vafalaust reynast hvorutveggja
í senn góðir nábúar og hollir ráðgjafar.
Enn er ástæða til að minna á, að einmitt fyrir ofan
fjöruborðið í Fossvogi eru hinar fegurstu og skemmti-
legustu klappir, og jarðlögin þar vekja eftirtekt og áhuga
jarðfræðinga og annarra, er hafa auga fyrir jarðfræði-
legum efnum.
Hér er aðalatriði, að hafizt verði handa um stofnsetn-
ing garðsins, þótt í smáum stíl sé í fyrstu, en gæta þarf
þess vel, að allar byrjunarframkvæmdir séu gerðar af
alúð og vandvirkni, en hafa þá jafnframt í huga, að unnt
sé að stækka garðinn, er tímar líða.
1 þessu stutta erindi gefst ekki tími til að ræða um teg-
undaval dýra í garðinn, meðan hann er á bernskuskeiði.