Menntamál


Menntamál - 01.12.1954, Page 109

Menntamál - 01.12.1954, Page 109
menntamál 143 í þessu sambandi skal þess getið, að Stokkhólmsbúar hafa svo að segja einvörðungu sænsk dýr á sínu skemmti- svæði, Skansinum nafntogaða í útjaðri Stokkhólms- borgar. Til greina gæti náttúrlega komið að fá í garðinn af og til skemmtilegar útlendar dýrategundir. En þær yrðu þá nánast skoðaðar sem sumargestir til þess að auka á fjöl- breytni og svala forvitni yngri og eldri gesta, er heim- sækja garðinn. Ekki væri óskynsamlegt að velja garðinum stað við sjó fram, svo að þar mætti með hægu móti koma fyrir fisk- um og öðrum sjávardýrum í framtíðinni. Ég tel t. d., að heppilegur staður fyrir slíkan garð sé fyrir botni Fossvogs. Þá væri honum valinn staður miðsvæðis, þar sem þrjú byggðarlög ættu um skamman veg að sækja. Það er Reykjavík, Kópavogsbyggð og Hafnarfjörður. Þá mætti það einnig teljast kostur við þann stað, að þar í grennd er nú rekin ein myndarlegasta trjáræktarstöð landsins, og þyrfti að sjálfsögðu að koma upp í garði þessum fljót- vöxnum runnum og trjám til skjóls og skrauts, og myndu þá skógræktarmennirnir vafalaust reynast hvorutveggja í senn góðir nábúar og hollir ráðgjafar. Enn er ástæða til að minna á, að einmitt fyrir ofan fjöruborðið í Fossvogi eru hinar fegurstu og skemmti- legustu klappir, og jarðlögin þar vekja eftirtekt og áhuga jarðfræðinga og annarra, er hafa auga fyrir jarðfræði- legum efnum. Hér er aðalatriði, að hafizt verði handa um stofnsetn- ing garðsins, þótt í smáum stíl sé í fyrstu, en gæta þarf þess vel, að allar byrjunarframkvæmdir séu gerðar af alúð og vandvirkni, en hafa þá jafnframt í huga, að unnt sé að stækka garðinn, er tímar líða. 1 þessu stutta erindi gefst ekki tími til að ræða um teg- undaval dýra í garðinn, meðan hann er á bernskuskeiði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.