Menntamál - 01.12.1954, Síða 121
menntamál
155
kynni þó að spyrja: „Má það vera, að vísindalegum kröfum
sé fullnægt í riti, sem leikmenn geta lesið sér að fullu
gagni, glaðzt við og menntazt af?“ Og einhver kynni að
svara og þykjast varfærinn: „Það má ef til vill takast að
fjalla svo um móðurmál.“ En málvísindi eru líka vísindi,
og málvísindamönnum er í lófa lagið að setja hugsanir sín-
ar þannig fram, að þær séu leikmönnum óskiljanlegar eða
illskiljanlegar, nema með geysilegri fyrrhöfn, þótt ein-
faldar séu, og þannig fara vísindamenn þrátt að með öðr-
um þjóðum. En er ekki stórum auðveldara að tjá málvís-
indi en önnur vísindi þannig, að leikmenn skilji? Þetta er
alvarleg spurning, ef menn eru svo lítillátir að virða hana
viðlits. Ég treysti mér þó ekki til að svara henni, sízt með
fáum orðum. En ég hef í höndum erlenda bók, er kalla
mætti á íslenzku: „Vísindi, vit og vitleysa." Höfundur
telur, að vísindamenn hafi sett sig á hærri hest en þeim
fari vel að sitja. Þeir muni vera einir manna um að virða
einskis gagnrýni leikmanna, og þeir einir setji hugsanir
sínar þannig fram, ef þeim býður svo við að horfa, að leik-
mönnum sé óskiljanlegt með öllu. En ef þeir gerðu nógu
strangar kröfur um framsetningu, þá gætu þeir tjáð hugs-
anir sínar þannig, að þokkalega greindir leikmenn skildu
þær. Með því móti mætti koma í veg fyrir þá einangrun,
sem ella hlýtur að verða með leikmönnum og vísinda-
mönnum.
Ég geri ekki ráð fyrir, að íslenzkir vísindamenn verði
neinir brautryðjendur við það að semja mál og tjáningu
svo að vísindalegum hugsunum og vinnubrögðum, að leik-
menn geti jafnan skilið þá. Islendingar geta ef til vill vel
við unað, meðan íslenzkir leikmenn og málvísindamenn
skilja hverir aðra, en Háskólinn og alþýðan telja sömu
spurningar svaraverðar.
Meðan allir þegnar þjóðar mæla á sömu tungu, verða
ekki til andlegir öreigar. Agi íslenzkrar tungu stuðlar af
sjálfu sér að því, að leikmenn öðlist hlutdeild í þeim feng,