Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 140
174
MENNTAMÁL
Auk þess tilnefndi stjórnin Harald Ágústsson, iðnskólakennara, í
nefndina, sem fulltrúa sérskóla. Tillögur nefndarinnar eru nú í at-
hugun, og verður síðan reynt að koma þeim fram við endurskoð-
unarnefnd launalaga, sem ríkisstjórnin hefur nú skipað.
Aðrar fréttir frd stjórn L. S. F. K.
Nýlega átti stjórnin fund með blaðamönnum og fulltrúa útvarps-
ráðs og flutti þeim óskir kennara um nánara samstarf blaða og út-
varps við kennarastéttina til kynningar á starfi skólanna. Þar skýrði
stjórnin m. a. frá því, að hún væri að láta semja kennsluþætti, sem
ællaðir væri sem sýnishorn um skólaútvarp.
í tilefni þessa fundar heitir stjórnin á kennara að senda blöðum
og útvarpi fréttir og greinar um skóla- og uppeldismál. Kennarar eru
of hlédrægir í því efni, en ekki virðisi standa á ýmsum, sem lítt
þekkja til málanna að rægja starf skólanna á fundum, í blöðum og
útvarpi.
TILLÖGUR FRÁ 5. FULLTRÚAÞINGI 23.-25. SEPT. 1951.
1. Kynning skólastarfs.
5. þing L. S. F. K. ályktar að fela stjórn sambandsins að beita sér
fyrir upplýsingum í útvarpi og blöðum um störf skóla í landinu.
Leitað verði samkomulags við ríkisútvarpið og dagblöðin um sér-
stakan tíma í útvarpi og rúm í blöðum, svo að takast megi nánari
kynni á milli almennings og skóla. Þetta hefur lengi verið nauðsyn-
legt, en gerist sífellt brýnna, þar eð raddir þær, er heyrzt hafa í ríkis-
útvarpinu hin síðustu misseri um skóla- og fræðslumál, hafa flestar
verið á einn veg: Villandi um störf kennara í framhaldsskólum, sem
og framkvæmd fræðslulaganna nýju — og niðurstaða öll eftir því.--
2. Frœðslukvikmyndir.
5. þing L. S. F. K. felur stjórn sambandsins að beita sér fyrir því
við fræðslumálastjórn, að ílýtt sé töku islenzkra fræðslukvikmynda,
sem kynna íslenzka atvinnuhætti, jarðfræði og landafræði íslands
og íslenzka menningarsögu.
Þingið leggur áherzlu á að samstilla krafta þeirra, sem hafa hug á
þessum málum, en þar mun t. d. um að ræða átthagafélög, einstök
sýslufélög, verzlunarfyrirtæki og aðra aðilja.
Þingið leyfir sér að benda á, að hér þarf að vera um kerfisbundna
framkvæmd að ræða í samráði við sérfræðinga í vísindum og tækni.