Menntamál - 01.12.1954, Page 150
184
MENNTAMÁL
þau börn, setn eiga erfitt með að fylgja öðrum börnum eftir i námi,
einkum í lestri.
Ritskrá um uþþeldisfrceði:
í fyrsta hefti (febr. 1954) af Mail of the International Secrtariat
for Teaching Educational Sciences in Universities er sagt frá fyrsta
alþjóðafundi um kennslu í uppeldisfræði 1 háskólum. Fundur þessi
var haldinn í Gent í Belgíu í september 1953. Þar var komið á mið-
stjórn félags háskólakennara í uppeldisfræði (International Secre-
tariat for Teaching Educational Sciences in Universities). Miðstjórn-
in hefur aðstoðarráð til bráðabirgða a .m. k. í því sitja menn frá
23 þjóðum, m. a. frá Norðurlöndum öllum nema íslandi. Ákveðið
er að hefja útgáfu rits í janúar n. k. Markmið ritsins er m. a. að birta
rækilega skrá um rit um uppeldisfræði, kennslufræði, uppeldislega
sálarfræði og skyld efni, segja fréttir af kennslu í uppeldisfræði,
rannsóknum og áætlunum. Ritið mun kosta tvo og hálfan dollara
eða 125 belgiska franka. Greiða skal með ávísun á C. C. P. 48. 00. 70,
Gand, Belgique.
Forseti ráðsins er R. L. Plancke, ritari R. Verbist, báðir kennarar
við háskólann í Gent.
Tugurinn.
Svo nefnist lítið og einfalt reikningstæki sem Barnaskóli Akureyrar
hefur látið gera til að æfa tuginn með byrjendum í reikningi. Eru
það spjöld með 10 stórum deplum. Þegar spjöld þessi hafa verið
klippt í sundur eftir þörfum, er þeim brugðið upp fyrir nemendun-
um, og þannig æfð samlagning og frádráttur upp að 10. Er þetta
mikið notað við smábarnakennsiu á Norðurlöndum.
Vilji einhver reyna þetta einfalda tæki, getur hann skrifað Barna-
skóla Akureyrar og sent 6,00 kr., en 6 spjöld í umslagi kosta 6 krónur.
Niunda alþjóðaþing myndlistarkennara
verður háð í Lundi í Svíjrjóð 8. til 13. ágúst n. k. Sunnudaginn 7.
ágúst verður tekið á móti sérstökum fulltrúum og sýningar opnaðar.
Á undan þinginu og eftir það verður ferðazt um Svíþjóð og að þingi
loknu einnig til annarra norrænna landa.
Öllum þjóðum lieims er boðið að sækja þing þetta. Menntamála-
ráðuneyti eru beðin að senda sérstakar fulltrúanefndir. Kennarafélög
eru einnig beðin að senda fulltrúa sína. Kennarar, visindamenn og
aðrir einstaklingar, er áhuga hafa á listuppeldi, eru hvattir til að
sækja þingið, hefja umræður eða flytja erindi um sjálfvalin efni. Allir