Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 9
MENNTAMAL
3
Wolfgang Edelstein: Fæddur 15.
júní 1929 í Freiburg í Þýzka-
landi. Stúdent frá M.R. 1949.
Nám við háskólana í Grenoble
(1949-1950) og París (1950-
1954). Licence és léttres í al-
mennum málvísindum, latínu
og enskum bókmenntum. Dokt-
orsvörn við Háskólann í Heidel-
berg 1962 (Eruditio und Sapien-
tia: Weltbild und Erziehung in
der Karolingerzeit). Kennari
við Odenwaldskólann í Þýzka-
landi 1954—1961, námsstjóri
skólans 1961 — 1963. Vísinda-
störf við Max-Planck Institut
fiir Bildungsforschung (Mennta-
rannsóknadeild Max-Planck vís-
indastofnunarinnar) í Berlín
síðan 1963. Ráðunautur við Menntamálaáætlun Islands fyrir Efna-
hags- og framfarastofnunina í París (OECD), og ráðunautur Skóla-
rannsókna Menntamálaráðuneytisins. Greinar og rit um skóla- og
kennslumál, kennsluaðferðir, breytingar á skólahaldi og félagsleg
skilyrði námsafkasta.
an sig, við vísindi og menntir, itreytast svo óðfluga, að varla
er hægt að henda þar reiður á. Þó skal það reynt hér að
nokkru; reynt skal fyrst og fremst að finna stað menntanna
í þessari hreyfingu, því menntunin gegnir einkennilegu
ldutverki í breytingunni, um leið og hún breytist sjálf að
eðli og allri gerð. Það er eins og hún gegni stöðu bæði frum-
lags og andlags í félagslegri setningaskipan, eigi bæði frum-
kvæði að breytingum og verði lyrir þeim um leið.
Það væri raunar þörf að rekja nánar sögu breytinganna,
áður en tekið er til að lýsa þeim hvörfum, sem breytingarn-
ar sjálfar valda á högum okkar og hugum. Samfélag okkar
einkennist af vaxandi hraða breytinga, æ fleiri og meiri
breytingar verða á æ styttri tíma: „the growing rate of