Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 100
94
MENNTAMÁL
menntun, og mælti með því, að skólagangan yrði lengd til
18 ára aldurs fyrir eins marga og unnt væri. Síðan kom Rob-
binsskýrslan með áætlun um þörfina fyrir háskólastúdenta
árið 1890.
3. Svíþjóð.
Skólamannanefnd vann fyrst að allsherjaryfirlitsskýrslu,
og síðan var sérfræðinganefnd sett á laggirnar, sem, með
hliðsjón af skýrslu fyrri nefndarinnar, gerði frumdrög að
meginatriðum væntanlegra endurbóta. Sú endurbótaáætlun
var fyrst tekin til reynslu á þann hátt, að kennt var eftir
drögum að námsskrá frá upphafi fyrsta skólaárs og til loka
níu ára skyldunámsskólans. Á þriggja ára millibili var farið
vandlega yfir árangur þess áfanga og síðan var nýjum skóla-
börnum kennt eftir nýrri endurskoðaðri þriggja ára náms-
skrá. Þegar reynsla af þessum níu ára skóla lá fyrir, var fyrst
hafizt handa um að skipuleggja nám í efri bekkjum mennta-
skólanna, svo og í iðn- og sérnámsskólum.
4. Frakkland.
Uppkastið mikla að endurbótum franska menntakerfis-
ins var undirbúið á síðari heimsstyrjaldarárunum. Menn úr
andspyrnuhreyfingunni og útlagar frá Alsír tóku þátt í því.
Stjórnin skipaði menn úr báðum þessum endurbótahópum
í hina frægu Langevin-Wallon-nefnd.2) Ekki tókst þó að
gera hið mikla framfarafrumvarp nefndarinnar að lögurn.
Á árunum 1947—59 voru lögð fram ný frumvörp hvert öðru
lélegra, þar til loks að samþykkt voru lög árið 1959, eftir
að de Gaulle var kominn til valda. En í þeim lögum var
lítið eftir af því, sem upphaflega átti að vera samkvæmt til-
lögum Langevin-Wallon-nefndarinnar.
2) f Menntamálum 3. hefti — des.-sept. — 1957 er grein eftir Wolf-
gang Edelstein, þar sem vikið er að lilhigum Langevin-Wallon-
nefndarinnar. Greinin heitir: Kjörnám og skyldunám. Nokkrar til-
raunir til nýrrar skólaskipunar.