Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 93
MENNTAMÁL
87
í uppeldi ungu kynslóðarinnar. Og sígild eru vitaskuld ótal-
in skáldverk seinni alda.
Enn eitt, sem mælir með aukinni áherzlu á vinnu með
nútímaskáldskap í skólum, ekki sízt nútímaljóð, eru mögu-
leikar, sem þau gefa á að örva skapandi hugsun og ímynd-
unarafl. í nútímaskáldskap, einkum ljóðinu, er ákveðin til-
hneiging til að segja ekki beinum orðum, hverju skáldið
vill skila til lesandans. Ný tengsl orða og hugmynda eru
notuð til að túlka reynslu og tilfinningar skáldsins og þan-
þol tungunnar oft notað til hins ýtrasta. Unr nauðsyn og
réttmæti slíkrar viðleitni þarf ekki að ræða og ætti heldur
ekki að þurfa að fara mörgum orðum um ávinninga af því,
að sem flestir reyni að fylgjast nreð henni. Ef skólarnir reyna
ekki að gefa nemendum sínunr lykla að því, sem vel er kveð-
ið á okkar dögum, hverjir gera það þá? ,,Það er nú einu
sinni viðurkenndur „sannleikur“ að nútímaljóð séu óskilj-
anleg og þá skulu þau vera það hvað sem tautar og raular. En
oft eru þau í rauninni nrjög auðveld. Þau krefjast ekki að-
eins vinnu Iistamannsins heldur einnig þess sem nýtur.
Listaverk er samvinna þess sem skapar og hins sem nýtur,
eða réttara sagt, njótandinn fremur einnig skapandi starl’.“1)
Þegar í jallað er í kennslu um verk, sem í fyrstu virðast tor-
skilin og óaðgengileg, ætti kennarinn ekki að leggja ákveðn-
ar lausnir á borðið, heldur leiða nemendurna til aukins
skilnings stig af stigi nreð skírskotun til þeirra skilnings og
viðhorfa til verksins. Eftir að nemendurnir hafa lýst sínum
skilningi og túlkun, má leiða margt í ljós nreð spurningum
og umræðunr. Getur þá komið í Ijós, að hugmyndir kenn-
arans eru enginn sjálfgefinn sannleiki og hann komizt nær
réttum áttunr um inntak og skírskotun verksins. „Ég álít,
að hver og einn verði að ákveða gæði listaverks fyrir sjálfan
sig samkvænrt eigin mælikvarða, að hlutverk gagnrýnand-
ans sé aðeins að segja Irá eigin brjósti hvernig verkið komi
1) Sigfús Daðason: Til varnar skáldskapnuin.