Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 83
MENNTAMÁL
77
arinnar. Eftir þá þjóðlífsbyltingu, sem orðið hefur síðustu
þrjá áratugi eða svo, eru aðstæður gerbreyttar. Börnin læra
ekki lengur málið í samstarfi við foreldra og elztu kynslóð-
ina um sameiginleg viðfangsefni eins og í bændaþjóðfélag-
inu. Breyttir þjóðlífshættir og tækniframfarir hafa reynt á
þanþol tungunnar og hin nýju orð, hugtök og hugmyndir
eru ekki lengur sameign þjóðarinnar. Tengsl yngri kyn-
slóðarinnar við bókmenntir sprottnar úr jarðvegi bænda-
þjóðfélagsins takmörkuð af skiljanlegum ástæðum og tengsl-
in við samtímabókmenntir alls ekki svo sterk, sem æskilegt
má telja.
Mikilvægi þess, að vaxandi kynslóð nútímans leiti mál-
og lífsski lnings í bókmenntum liggur e. t. v. ekki í augum
uppi. Við vitum þó, að orðin eru tæki hugsunarinnar, og
málþroski er grundvöllur annars þroska. Dýpt skilnings og
skynjunar er honum háð og tilfinningaþroski einnig. í
góðum skáldskap og öðrum bókmenntum kynnist lesandi
vönduðu og auðugu máli og sú reynsia, mannþekking og
tilfinningar, sem þar er að finna, eru sprottnar af óvenju-
legu næmi. Auðvitað bjóða aðrar listir t. d. tónlist, myndlist
og leiklist, einnig mikla möguleika til að styrkja ýrnsa þætti
í þroska hvers einstaklings og mikilvægt, að börn og ungling-
ar fái að kynnast þeim greinum og fást við þær sjálf.
Mikilvægi þess, að vinna með bókmenntir og aðrar listir
fái aukinn hlut í starfi skólanna, verður enn Ijósara, ef haft
er í huga, að sú listgrein, sem hefir langmesta útbreiðslu og
áhrifavald hjá yngri sem eldri, er ekki stunduð í landinu.
Hér er átt við kvikmyndina. Áhrif kvikmynda fara dag-
vaxandi og verið að færa jrær inn í hverja stofu í landinu
með sjónvarpi. Ef þess er minnzt, að íslenk kvikmyndagerð
er vart til og aðeins brot hinnar erlendu kvikmyndafram-
leiðslu, sem hér er sýnd, hefur list- eða uppeldisgildi, verður
ljós nauðsyn þess, að teflt sé fram til mótvægis.
Önnur staðreynd, sem kallar á aukna og vandaða vinnu
með bókmenntir í skólum, er vaxandi hlutur þess efnis í