Menntamál - 01.04.1967, Side 83

Menntamál - 01.04.1967, Side 83
MENNTAMÁL 77 arinnar. Eftir þá þjóðlífsbyltingu, sem orðið hefur síðustu þrjá áratugi eða svo, eru aðstæður gerbreyttar. Börnin læra ekki lengur málið í samstarfi við foreldra og elztu kynslóð- ina um sameiginleg viðfangsefni eins og í bændaþjóðfélag- inu. Breyttir þjóðlífshættir og tækniframfarir hafa reynt á þanþol tungunnar og hin nýju orð, hugtök og hugmyndir eru ekki lengur sameign þjóðarinnar. Tengsl yngri kyn- slóðarinnar við bókmenntir sprottnar úr jarðvegi bænda- þjóðfélagsins takmörkuð af skiljanlegum ástæðum og tengsl- in við samtímabókmenntir alls ekki svo sterk, sem æskilegt má telja. Mikilvægi þess, að vaxandi kynslóð nútímans leiti mál- og lífsski lnings í bókmenntum liggur e. t. v. ekki í augum uppi. Við vitum þó, að orðin eru tæki hugsunarinnar, og málþroski er grundvöllur annars þroska. Dýpt skilnings og skynjunar er honum háð og tilfinningaþroski einnig. í góðum skáldskap og öðrum bókmenntum kynnist lesandi vönduðu og auðugu máli og sú reynsia, mannþekking og tilfinningar, sem þar er að finna, eru sprottnar af óvenju- legu næmi. Auðvitað bjóða aðrar listir t. d. tónlist, myndlist og leiklist, einnig mikla möguleika til að styrkja ýrnsa þætti í þroska hvers einstaklings og mikilvægt, að börn og ungling- ar fái að kynnast þeim greinum og fást við þær sjálf. Mikilvægi þess, að vinna með bókmenntir og aðrar listir fái aukinn hlut í starfi skólanna, verður enn Ijósara, ef haft er í huga, að sú listgrein, sem hefir langmesta útbreiðslu og áhrifavald hjá yngri sem eldri, er ekki stunduð í landinu. Hér er átt við kvikmyndina. Áhrif kvikmynda fara dag- vaxandi og verið að færa jrær inn í hverja stofu í landinu með sjónvarpi. Ef þess er minnzt, að íslenk kvikmyndagerð er vart til og aðeins brot hinnar erlendu kvikmyndafram- leiðslu, sem hér er sýnd, hefur list- eða uppeldisgildi, verður ljós nauðsyn þess, að teflt sé fram til mótvægis. Önnur staðreynd, sem kallar á aukna og vandaða vinnu með bókmenntir í skólum, er vaxandi hlutur þess efnis í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.