Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 96
90
MENNTAMÁL
cateur“ kemur það f'yrir og einnig í „Revue des deux
Mondes“ í grein, sem nefnist „Reforme et liberté de l’en-
seignement“ (Umbætur og frjálsræði í kennslu).
í tímaritinu „Die Sammlung" 1958 birtist grein eftir
Wolfgang Klalki um uppeldi og menntun í fortíð, nútíð og
framtíð, þar sem hann skilgreinir þrjár uppeldisstefnur:
Arftekna uppeldisstefnu (á 19. öld), nútímastefnu (á fyrra
helmingi þessarar aldar) og fjarstæðukennda uppeldisstefnu
(Pádagogischer Utopismus) nú á dögum. Ég er ekki á sama
máli og Klafki um það, að menntaáætlunarstefna á þessum
tímum þurfi að vera fjarstæðukennd. Hún getur verið raun-
hæf í alla staði. En er ekki líka allt, sem við ráðgerum, dálítið
óvíst? Óvænt skakkaföll geta ævinlega hent.
Ef þróun félags- og efnahagsmála heldur áfranr með sama
hraða og hingað til, er auðvelt að gera sér grein fyrir þeim
stakkaskiptum, sem þjóðfélagið tekur á næstu einum til
tveimur áratugum, eða fram til 1980, að því er tekur til
uppeldismála.
Þjóðfélagsfræðin aðgreinir þrjá meginþætti atvinnulífsins:
í fyrsta lagi frumframleiðslu í landbúnaði, skógrækt og fisk-
veiðum, í öðru lagi handverk og iðnað og í þriðja lagi
þjónustustörf hvers konar. Árið 1800 voru 8 af hverjum 10
starfandi mönnum í fyrsta flokknum, en aðeins einn í hvor-
um hinna. Nú hafa tölurnar næstum snúist við. í Banda-
ríkjunum, þar sem þróunin er lengst á veg komin, skiptast
tölurnar þannig, miðað við hundrað: 6 í fyrsta flokki, 34 í
öðrum og 60 í þeim þriðja. í þróunarlöndunum eru hlut-
föllin enn þá: 80:10:10, og sums staðar, t. d. í Indlandi:
70:10:10. í Vestur-Þýzkalandi voru hlutföllin árið 1960:
15:49:37.J) í háþróuðum Evrópuríkjum munu hlutföllin
verða á næstu áratugum svipuð og nú er í Bandaríkjunum,
og er því augijóst, að menntaáætlanagerð um skólamál er
beinlínis orðin knýjandi nauðsyn.
1) Hliðstæðar tölur á íslandi 1960 munu vera: 24:37:39.