Menntamál - 01.04.1967, Blaðsíða 59
MENNTAMAL
53
Iín einhverjir eru þó jafnan svo frábrugðnir því venju-
lega, að þeim hentar ekki hin algenga námsskrá og kennslu-
skipan. Við köllum þá afbrigðilega, en með því meina ég
aðeins frábrugðinn því venjulega að einhverju leyti og á
það háu stigi, að hin almenna námsáætlun hentar ekki.
Til þess að við fáum nokkru skýrari mynd af þessum
hópi nemenda skal ég rekja stuttlega, livaða afbrigði er
hér um að ræða, þótt þetta séu hlutir, sem flestum eru vel
kunnir.
Stærstur og þekktastur er sá hópur, sem hamlaður er að
vitsmunaþroska. En hann má greina í nokkra flokka.
Fyrst hina eiginlegu fávita, sem hafa aðeins hálfan vits-
munaþroska eða minna á við meðalbörn. Hafa því þroska-
aldur 5 ár eða minna, þegar þau eru 10 ára, greindarvísitölu
neðan við 50. Þetta er ekki stór hópur eða um 5 af þúsundi
landsmanna. Hér er því um að ræða tæp 200 skólaskyld
börn, miðað við að þau séu um 35 þús. á öllu landinu.
Nokkrir fávitanna eru örvitar og ekki færir um að hafa not
af neinni kennslu. En um helmingur þeirra eru eittlivað
kennsluhæfir, munu dvelja utan hæla og þarfnast því ein-
hverrar skólagöngu eða sérkennslu. Þetta eru líklega um 80
börn hér á landi. Þau þarfnast kennslu í smáhópum, þjálf-
unar í sjálfshjálp og verklegum viðfangsefnum, skynrænn-
ar þjálfunar og sum nokkurrar bóklegrar kennslu að því
loknu.
Dagheimili fyrir vangefna í Reykjavík hefur mikið bætt
aðstciðu þessara nemenda hér síðustu árin.
Við greindarvísitölustig 50 eru í mörgu tilliti merkileg
skil á getu barnanna. Þeir, sem eru ofan við það mark, geta
Hestir orðið allvel læsir og skrifandi, en fáir neðan við.
I'áns er með vinnugetu síðar. Flestir með hærri greindar-
vísitölu en 50 geta rækt einföld störf, en fáir sem neðar eru,
þótt þeir geti hjálpað til við einhver verk.
Hér verða því réttilega viss skil á skipulagi og inntaki
kennslunnar. Börn með greindarvísitölu 50—70 nefnum